Sunday 30 December 2007

In Iceland

We´ve been very busy since arriving in Iceland on Thursday. On Friday we went round to my sister´s to distribute presents and then to see my grandma (Odinn´s great grandma) in the hospital in Selfoss. Odinn was relatively well behaved at the hospital, he did run around the corridors a bit, but fortunately it´s a small hospital and the people are very friendly. On the way back we stopped for a hot dog, which is an important part of any Icelanders life. We then drove back to Reykjavík, and when we were on the mountains, Odinn started talking about seeing rainbows. I was telling him that you couldn´t see rainbows at night when it is dark, but he was adamant that there was a rainbow, and when we started looking outside we saw that he was talking about the Northern Lights! We were also lucky in having snow here when we first arrived, so Odinn could experience snow fight. It was great fun and he was very good at throwing snow at me!
There was a big family gathering planned in Selfoss today, but it had to be postponed, due to bad weather. Unfortunately, the gales have brought lots of rain, so all the snow has melted. The weather forecast is for high winds and rain on New Year´s Eve as well, which doesn´t look good for the fireworks.

Saturday 22 December 2007

Litlu jólin

Við Óðinn héldum litlu jólin í dag. Það var rosalega gaman hjá okkur. Við byrjuðum daginn á að fara í almenningsgarðinn hérna niðurfrá þar sem við hittum Stanley, vin Óðins úr leikskólanum og mömmu hans. Þeim finnst mjög gaman að leika sér saman, svo þeir eyddu öllum morgninum í að róla, renna sér og hlaupa um. Við komum síðan heim, fengum okkur hádegismat og svo fékk hann fyrstu jólagjöfina sína. Ég hafði heypt handa honum 12 tommu hjól, með hjálparadekkjum og Spiderman hjálm. Hann var mjög ánægður með þetta, var reyndar viss um að gjöfin kæmi frá jólasveininum, það var engin leið að útskýra neitt annað. Við skelltum okkur strax út aftur að hjóla.


Hann var mjög duglegur á hjólinu, settist bara á það og hjólaði út um allt þangað til hann var orðinn svangur og þreyttur.


Við fórum síðan heim aftur og fengum okkur crumpets og te/djús. Þá var afgangurinn af pökkunum opnaður. Óðinn var ennþá alveg viss um að þetta væru allt gjafir frá jólasveininum, það var engin leið að telja honum trú um annað. Hann er búinn að hitta jólasveininn þrisvar og það eru bara jólasveinar sem gefa gjafir að hans mati. Hann var mjög ánægður með gjafirnar sínar og talaði um þær stanslaust þangað til hann sofnaði.


Ég ákvað að elda hafa uppáhaldsmatinn hans í "jólamatinn", svo hann fékk svínapulsur (sausages, ekki venjulegar pulsur), kartöflumús með osti og lauksósu. Svo var súkkulaðikaka í eftirmat.
Takk fyrir kommentin, gaman að heyra í þér Randý!





Sunday 16 December 2007

Helgin

Þetta er búin að vera mikil vinnuhelgi. Óðinn er hjá pabba sínum, svo það var um að gera að nota tímann vel. Ég er að vinna í stofnerfðafræði blaðlúsarinnar minnar. Þetta hefur gengið frekar hægt og ég er að keppast við að ná ákveðnum áfanga þar fyrir jól. Svo er ég líka að vinna í grein um bjöllusamfélög í skógum. Þetta er úr gögnum sem ég var að vinna í á Náttúrufræðisafninu í London áður en ég byrjaði í doktorsnáminu, þannig að það væri gott að geta klárað það fljótlega.
Það var jólaball í vinnunni í dag fyrir börn starfsfólks. Steven kom með Óðinn, sem skemmti sér konunglega. Þarna voru allir vinir hans úr leikskólanum (leikskólinn er fyrir börn starfsmanna) og þau hlupu stanslaust í hringi í þrjá tíma. Þessi hópur tveggja ára barna hafði litla þolinmæði fyrir skemmtiatriðin. Ég get reyndar alveg skilið það, fannst kallinn ekkert mjög fyndinn heldur. Í lokin kom svo jólasveinninn. Það var mjög flott, hann var í kerru sem var dregin af litlum hesti. Krakkarnir áttu varla orð yfir þessu öllu saman. Jólasveinninn kallaði þau síðan öll upp með nafni og gaf þeim pakka. Minn hljóp til jólasveinsins þegar hans nafn var kallað upp og þurfti ekkert að láta halda í hendina á sér þetta árið!

Thursday 13 December 2007

Frost og sól

Það var alveg yndislegt veður í morgun, frost yfir öllu og ískalt, sól og engin rigning!! Við mæðgin vorum alsæl með þetta þegar við röltum í leikskóla og vinnu. Svo þegar ég kom inn á kaffistofu að ná mér í tebolla og fór að dásama veðrið, þá voru infæddir nú alls ekki á því að þetta væri gott veður. Ég hló svo mikið að þeim, alveg magnað að vilja frekar hlýju og rigningu, en sól og smá frost.

Ég var að reyna að segja Óðni frá jólagjöfum í morgun. Ég: "...og svo færðu gjafir." Óðinn: "Afi á Íslandi". Ég: "Nei Óðinn, gjafir, pakka, presents, gjafir". Óðinn: "Mamma, afi í flugvél, Ísland". Það gekk ekkert að útskýra fyrir honum hvað gjafir væri, hann heyrði bara gj-AFI-r. En við vorum allavega sammála um að fara í flugvélinni til Íslands um áramótin.

Monday 10 December 2007



Við fórum í ferðalag um helgina, alla leið upp til Manchester að hitta Mandy vinkonu mína og krakkana hennar. Þetta var mjög gaman. Harvey sonur hennar er tveimur vikum yngri en Óðinn og þeim finnst mjög gaman að leika sér saman - nema þegar þeir vilja leika með sama dótið... Svo á hún tveggja vikna stelpu, Hönnu, sem er algjört krútt.








Óðinn var mjög stoltur af mömmu sinni í morgun. Ég gat nefnilega klætt mig í sokkana sjálf! Honum fannst þetta mjög merkilegt og sagði "mamma is a clever boy" :)


Sunday 2 December 2007

Gluggagægir

Ég skellti mér í jólagjafaleiðangur í gær, sem gekk bara nokkuð vel. Það vantar alveg í mig þetta kvenlega búðagen, mér leiðist frekar mikið í búðum, en ég var stolt af hversu vel þetta gekk allt í gær... þangað til ég ætlaði að finna bílinn aftur! Bílastæðið var risastórt og ég hafði ekki lagt á minnið hvar bíllinn var. Nú voru góð ráð dýr. Ég ákvað að gera þetta skipulega og labbaði fram og tilbaka að leita að bílnum. Það er alveg ótrúlegt hvað það eiga margir svona bíla. Ég náttúrulega man ekki heldur númerið á bílnum, þannig að í hvert skipti sem ég sá svona "bláan lítinn bíl" þá kíkti ég inn um rúðurnar til að athuga hvort ég sæi eitthvað af draslinu okkar þar inni. Minn bíll var sá sjöundi sem ég kíkti inn í. Ég þakka bara fyrir að það kom enginn að spyrja hvað ég væri að gera, það hefði verið frekar vandræðalegt.

En, það kom tvennt útúr þessari verslunarferð: 1) Ég ætla að versla afganginn af jólagjöfunum á netinu og fá heimsendar. 2) Ég er búin að læra númerið á bílnum mínum.

Annars er þetta búið að vera fín helgi. Óðinn er hjá pabba sínum, svo ég er búin að vinna slatta og setja upp nokkur jólaljós til að lífga aðeins upp á rigninguna.

Thursday 29 November 2007

Áfangasigur

Óðinn borðaði fimm grænar baunir og þrjá gulrótabita í gærkvöldi!

(og ég borðaði u.þ.b. hálft kíló af grænum baunum og fimmtíu gulrætur á meðan ég var að hvetja hann til dáða)

Wednesday 28 November 2007

Vísindi ... ?

Það er ótrúlegt hvað maður leggur á sig í nafni vísindanna. Ég er búin að sitja núna í tvo tíma og tína lappir af blaðlúsum með töngum. Blaðlýsnar eru innan við 5 mm á lengd og þetta er hrikaleg nákvæmnisvinna, verra en þegar maður var að ná upp lykkjum í saum í gamla daga. Ég minnist þess aldrei að hafa togað lappir eða vængi af skordýrum sem barn og finnst hálfhallærislegt að vera að byrja á þessu núna. Málið er bara að það virðist vera of mikið af aukakvikindum í búknum á dýrunum, svo ég næ ekki hreinu blaðlúsa-erfðaefni þaðan og þess vegna er ég að standa í þessu veseni. En þetta gerir sig ekki sjálft, svo það er eins gott að halda áfram í allavega aðra tvo tíma.

Sunday 25 November 2007

Jólaball

Við fórum á jólaballið hjá Íslendingafélaginu í gær. Þegar við keyptum lestarmiðann inn til London tilkynnti Óðinn afgreiðslumanninum og öllum í röðinni að hann væri að fara í flugvél. Aumingja maðurinn varð frekar kjánalegur, en gaf Óðni miða í litlu plastumslagi til að halda á, hann var svo stoltur með miðann sinn og hélt á honum alla leiðina. Jólaballið var mjög skemmtilegt, frábærar veitingar og gaman að hitta fólk sem ég hafði ekki séð lengi. Óðinn var rosalega spenntur. Það voru svo margir krakkar og þegar hann sá að þau voru að hlaupa um, tók hann sig til og hljóp um allt líka. Hann var kominn á algjöran yfirsnúning þegar jólasveinninn kom, svo ég ákvað að drífa mig heim, þannig að hann fékk ekkert nammi greyjið (og ekki ég heldur).

Tuesday 20 November 2007

Klúður!

Var að horfa á fréttirnar og Barnabótaskrifstofan er búin að týna diski með persónuupplýsingum um alla barnabótaþega í Bretlandi - mínum líka!!! Það er eins gott að kíkja á bankareikninginn og athuga hvort allar milljónirnar séu ennþá á sínum stað... En grínlaust, hverjum dettur í hug að senda disk með svona upplýsingum í venjulegum pósti, ekki einu sinni ábyrgðarpósti. Það er ekki eins og póstþjónustan hérna sé rómuð fyrir skilvirkni.

PS. Er búin að laga commentin, það þarf ekki lengur að skrá sig inn til að láta heyra í sér :)

Tuesday 13 November 2007

Nýju fötin Óðins

Það var mikið fjör hjá okkur um helgina. Við fórum í húsdýragarðinn, bökuðum kökur, hjóluðum í rigningunni, keyptum fullt af barnabókum á bókamarkaði og héldum vöfflupartý.


Ein bókin sem við keyptum er um Lólu sem borðar ekki grænmeti og alls ekki tómata. Þetta er nú uppáhaldsbókin hans Óðins, hann er svo hjartanlega sammála Lólu um að grænmeti sé vont - og skilur ekkert í því að hún láti á endanum plata sig til að borða svona ógeð.


Skelli inn mynd sem var tekin um helgina af mínum í nýja 66°Norður gallanum sínum. Ekta íslendingur ;)


Tuesday 6 November 2007

Flugeldar

Óðinn er mikill flugeldaaðdáandi þessa dagana. Það er alltaf brennu- og flugeldahátíð hérna 5. nóvember, til að halda upp á að einhver reyndi að brenna niður þinghúsið fyrir nokkuð mörgum árum. Ég skil ekki alveg afhverju er haldið upp á þetta með brennum, en þeir eru stundum skrítnir bretarnir (og ég ætti kannski að kynna mér söguna líka).

Nema hvað, minn maður er alveg ólmur í flugelda, þ.e.a.s. ef þeir eru í nógu mikilli fjarlægð og leikur flugeldasýningar í gríð og erg, bæði heima og í leikskólanum.

Monday 5 November 2007

Fín helgi

Það var nóg að gera í félagslífinu um helgina. Á föstudaginn fór rannsóknargrúppan mín út að borða og á kránna í nágrannabænum St. Albans. Þetta var mikill viðburður og nördasamkoma, enda ekki oft sem okkur er hleypt öllum í einu út úr tilraunastofunni.

Ég eyddi síðan helginni í London, fór í leikhús, í Tate Modern að skoða tilbúna jarðskjálftasprungu og kíkti í kaffi í kjallaranum á St. Pauls kirkjunni.

Jemma og Nick kíktu svo í kaffi í gærkvöldi. Þau bjuggu í Ameríkulandi í nokkur ár og ferðuðust mikið um þar. Ég var svo spennt yfir öllum ferðasögunum að nú er planið að fara í frí þangað, leigja sér risastóran amerískan húsbíl (svo Óðinn geti leikið sér afturí) og fara á rúntinn. En fyrst þarf ég væntanlega að skrifa breska rannsóknarsjóðnum og biðja um launahækkun!

Monday 29 October 2007

Grímuball

Hey hó

Ég var með barnapíur á föstudaginn og skrapp á Hrekkjavökuball. Ég fékk búning lánaðan hjá vinkonu minni og það fylgdi með andlitsmálning. Óðinn var mjög hissa þegar ég byrjaði að mála á mig andlitið og er ennþá að tala um þegar mamma var "tiger".


Bara að taka fram að blómaskreytingin var ekki hluti af búningnum! Það var mjög gaman á ballinu og flott að fá að sofa út líka... ;)

Friday 26 October 2007

Barnapíur ;)

Mamma og pabbi komu í heimsókn í gær. Óðinn var mjög kátur og má ekki af afa sínum sjá. Ég ætla síðan að nýta mér þetta og skreppa á grímuball í kvöld, er búin að fá lánaðann þennan fína tígrisdýrabúning, með rófu og allt.

Wednesday 24 October 2007

Airbrushed Óðinn!

Það var myndataka í leikskólanum hjá Óðni í gær. Þetta er árlegur viðburður til að hjálpa manni við að losna við peninga ... maður getur náttúrulega ekki látið myndir af barninu sínu liggja ókeyptar. Nema hvað, minn maður datt af hjólinu á föstudaginn og var enn með marblett og hrúður á miðju enninu, svo ljósmyndarinn bauðst til að laga það á myndunum. Alveg eins og alvöru fyrirsæta.

Það væri nær að ég fengi smá aðstoð við að laga myndir af mér...

Monday 22 October 2007

Góð mamma

Óðinn var mjög ánægður með mömmu sína í kvöld. Ég keypti handa honum sængurver með myndum af Tomma togvagni og minn hefur aldrei verið eins fljótur að fara að sofa! Nú liggur hann steinsofandi og faðmar sængina og Tomma sinn. Sætt.

Saturday 20 October 2007

Nöldur



Ég þarf nauðsynlega að fá útrás fyrir smá nöldur og þar sem það er enginn nálægt þá geri ég það bara hér í staðinn.


Málið er að ég mætti hér galvösk í vinnuna á hádegi og er að semja fyrirlestur sem ég á að halda hér á rannsóknarstöðinni á fimmtudaginn. Það er svo sem ekkert merkilegt við það, nema að þegar maður er að vinna utan "venjulegs" vinnutíma, þá þarf maður að skrá sig inn í sérstöku forriti í tölvunni. Þar setur maður inn hver maður er, hvar á stöðinni maður ætlar að vinna og hvenær maður ætlar heim. Ekkert mál. Nema hvað að þegar maður er búinn að þessu, þá birtist stór klukka neðst hægra meginn á skjánum og byrjar að telja niður! Og það er ekki hægt að slökkva á henni! Þetta er alveg hrikalega pirrandi!!! Ég ætlaði að vinna í sex tíma og fara svo kannski að hitta vini og horfa á úrslitin í rúgbí heimsmeistarakeppninni, en það er bara ekki vinnufriður fyrir þessari helv klukku! Maður fær í magann í hvert skipti sem maður lítur á hana, líður eins og maður hafi ekki áorkað neinu, þegar sekúndurnar teljast niður hver af annarri og allt í einu á maður minna en þrjá tíma eftir í vinnunni.


Ég geri mér grein fyrir að það er pínulítið fáránlegt að vera að ergja sig á þessu, en hin hliðin á vandamálinu er að klukkan hylur skjáinn neðst hægra megin, svo ég get ekki flett skjölum venjulega heldur.


GGGGRRRRRRRR! Ógeðslega pirruð!

Líður samt betur eftir að hafa komið þessu frá mér :)

Wednesday 10 October 2007

Það er meira hvað ég er búin að vera löt við að skrifa á þessa síðu. Kenni önnum um, en maður getur nú alltaf fundið smástund hér og þar.

Við mæðgin skruppum í leyniferð til Íslands um daginn. Þar voru mikil veisluhöld, afmæli og skírn, og við komum bæði talsvert mýkri tilbaka til Englands.

Óðinn er hress. Við keyptum dvd með Samma brunaverði og hann horfir á hann stanslaust - nema þegar Tommi togvagn kemst í spilarann. Hann er búinn að læra hvernig á að skipta um disk, þannig að ég hef engin völd.

Ég er á fullu í útivinnu. Þarf að ná gögnum áður en víðirinn fellir laufin og blaðlýsnar hverfa. Þetta getur verið mjög spennandi, sérstaklega eins og í dag þegar ég kraup óvart á geitungi. Hann var sem betur fer of sljór til að stinga mig greyjið.

Tuesday 18 September 2007

Tengd við umheiminn aftur...

Nú er ég flutt og loksins búin að fá internetið tengt. Bretar eru yndislegt fólk, en stundum taka hlutirnir svolítið langan tíma. Það tók tvær vikur að fá símann fluttann og mánuð að tengja internetið... en svona er það bara.

Við mæðgin erum bara nokkuð hress, það er alltaf jafn gaman hjá Óðni, alltaf á fullu og á fullt af vinum í leikskólanum. Það er nóg að gera hjá mér líka.

Reyni að skrifa meira fljótlega...

Thursday 16 August 2007

Flutningar

Við erum búin að fá lyklana að nýja húsinu og erum byrjuð að flytja dótið okkar yfir. Þar sem húsið er alveg við hliðina á vinnunni, tek ég nokkra kassa með á hverjum degi. Fólkið á rannsóknarstöðinni fer ábyggilega að halda að ég búi í bílnum, einn daginn eru dótapokar í sætunum og næsta dag er sængunum troðið í framsætið... Ég er síðan búin að leigja sendiferðabíl og húsgögnin verða flutt á laugardaginn.
Óðinn er mjög hrifinn af nýja húsinu og sérstaklega stiganum og garðinum. Ég hlakka líka mikið til að flytja.

Wednesday 1 August 2007

Allt á fullu!

Það er nóg að gerast hjá okkur að venju. Óðinn er búinn að vera í sumarfríi með pabba sínum síðan á föstudag, hann kemur heim í kvöld. Við förum síðan til Íslands á föstudagskvöldið! Ég hlakka mikið til að hitta fjölskyldu og vini, hef ekki komið heim síðan um jól, alltof langur tími. Nú svo erum við að fara að flytja aftur, í lítið sætt hús alveg við vinnuna. Ég nenni engan veginn að flytja í þriðja skiptið á einu og hálfu ári, bölva öllum bókunum mínum í hvert sinn sem ég flyt, og alltaf bætist í bunkann. Svo bætist núna við ótrúlegt magn af leikföngum, en sem betur fer eru þau ekki mjög þung! En ljósi punkturinn er að þetta er mjög fínt hús og það verður frábært þegar við erum búin að koma okkur fyrir á nýja staðnum.

Sunday 22 July 2007

Kjötsúpa

Ég gleymdi að segja ykkur frá því sem gerðist á ráðstefnunni sem ég var á í Edinborg um daginn. Ráðstefnugestum var boðið í veglegan kvöldverð eitt kvöldið og í forrétt var ekkert annað en dýrindis kjötsúpa! Ég trúði varla mínum eigin augum og/eða bragðlaukum, súpan var nákvæmlega eins! Þeir kalla hana kindasúpu (soup of mutton). Þegar ég fór að tala um þetta við hina innfæddu, þá kom í ljós að það er margt líkt með matarvenjum skota og íslendinga... vona bara að ég sé ekki sú eina sem hafi ekki vitað þetta. Annars var þetta fín ráðstefna. Því miður var lítill tími til að skoða borgina, en það sem ég sá leist mér mjög vel á, svo maður verður að kíkja þangað aftur við tækifæri.

Húsdýragarður

Við Óðinn fengum okkur ársmiða í húsdýragarðinn í dag. Þeir eru með allskonar dýr, hoppukastala, trampólín, hringekjur og leiksvæði. Óðni finnst mjög gaman að hoppa í kastalanum og á trampólíninu og lætur alltaf fylgja með hljóð... boing boing boing, me hoppa now!

Það var frekar erfitt að ná kengúrubarninu í mynd:







Thursday 19 July 2007

Tveggja ára!

Þá er strákurinn orðinn tveggja ára!
Hann var mjög ánægður með kökuna og pakkana.
Takk fyrir okkur...




Saturday 7 July 2007

Ég fékk bréf í póstinum í dag frá Tesco sem er kannski ekki í frásögur færandi, nema hvað þeir virðast hafa gert smá mistök. Þetta var hluti af markaðsátaki hjá þeim og þar sem ég er með "vildarkort" hjá þeim senda þeir manni öðru hverju auglýsingar eða prufur sem þeir halda að maður hafi gagn og gaman af. Nema hvað, í dag fékk ég glænýja "Gillette Fusion", fimm blaða karlmannsraksköfu með bartskera! Þar sem þeir nota upplýsingar um hvað maður hefur verslað í búðinni til að ákveða hvaða glaðning þeir senda manni veit ég ekki alveg hvernig ég á að taka þessu. Annaðhvort hefur einhver starfsmaðurinn talið að ég væri óeðlilega loðin í framan og ákveðið að setja mig á útsendingarlistann, eða að þeir halda að Óðinn sé svona þroskaður eftir aldri!

... eða kannski eru þeir að benda mér á að ég eigi að fara að gera eitthvað í þessu karlmannsleysi ;o)

Friday 6 July 2007

Dýragarður

Við stelpurnar í mömmuklúbbnum mínum hittumst með krakkana í Whipsnade dýragarðinum í dag, í tilefni af því að þau eru öll að verða tveggja ára. Það gátu sjö af níu stelpum mætt með krakkana og það var mjög gaman. Við eyddum öllum deginum í að skoða dýrin, fara með krakkana í leiktækin og fara í lestarferð um garðinn. Þetta var bara alveg frábært - og rosalega gott að sjá að það eiga fleiri börn sem stoppa aldrei....!

Thursday 5 July 2007

Viva

Ég fór í fyrsta viva´ð (munnlega prófið) á þriðjudaginn og gekk ágætlega, umsögnin frá prófdómurunum var allavega góð, svo ég verð ekki rekin í bili ;)

Við Óðinn erum í fríi á morgun og ætlum að fara að hitta alla krakkana í mömmuklúbbnum mínum, þau eiga öll afmæli núna, svo það er búið að plana afmælisferð í dýragarðinn. Ég vona bara að það rigni ekki á okkur...

Monday 2 July 2007

Bilað epli!

Óðinn vildi endilega fá epli eftir morgunmatinn í morgun. Hann borðar ekki epli frekar en aðra ávexti, en ég lét hann hafa eitt epli til að athuga hvað myndi gerast. Hann reyndi að naga það í nokkrar mínútur, en náði ekki að bíta í gegnum skinnið, svo hann rétti mér það aftur og sagði að það væri bilað!

Wednesday 27 June 2007

Sniðugur strákur

Óðinn var kominn upp í rúm í gær og ég var í næsta herbergi að brjóta saman þvott og að dást að því hversu duglegur hann væri að fara sjálfur að sofa, bara tveggja ára. Þegar ég er síðan búin að brjóta saman þvottinn og sný mér við, sá ég að hurðin inn í herbergið hans var opin - þá hafði minn maður læðst fram í stofu og var að horfa á sjónvarpið. Það vantaði bara kók og snakk og minn hefði verið alsæll!

Annars er allt gott að frétta. Ég er búin að skila af mér fyrsta árs skýrslunni og fer í munnlegt próf í næstu viku. Svo fer að koma að stórafmæli hjá sumum ... 2. ára!


Sunday 17 June 2007

Myndir úr fríinu


Beðið á flugvellinum


Óðinn í golfi með afa sínum


Rosa gaman í sundlauginni







Friday 15 June 2007

Ninished

That´s it, holiday "ninished", as Odinn says. We´re flying to England tomorrow evening. It´s been a great trip, Odinn loves the pool and beach - is still adamant they are puddles. Think I´ll have to start taking him to the swimming pool at weekends now. He´s not so hot on eating out, sitting still is not really something he´s good at, but he was getting better at it. He´s taught my parents and niece lots of English, and we´re all speaking Ice-lish now - a blend of English and Icelandic, just like he does. He´s walked so much in the past two weeks that his pot-belly has disappeared, and I´m now worrying he´s getting too thin! Anyways, that´s it in English for now, back to Icelandic when I get home. Bye for now.

Thursday 14 June 2007

Cake ban!!!

Odinn is a lot better behaved today. My parents have been banned from giving him anything he asks for, especially cakes...! He wasn´t happy this morning, but has accepted it.
Going down to the beach to try to catch some fish.

Wednesday 13 June 2007

oh no!

Have just had the most embarrassing experience. Odinn was really badly behaved at a restaurant and I´m completely mortified. Fortunately I wont see any of these people again in a few days time!
Otherwise a good day. We went down to the beach this morning and tried catching some fish to look at, but being the most rubbish biologist around I couldn´t catch any, so Odinn just went and helped the life guard wash his boat instead. After lunch we went for a walk and got a ride on a "train" (train like car with lots of carriages). That went down really well and he was talking about it for hours afterwards.
Had decided all those gimmicks were not for me, but have spent more money on all sorts of cars, bikes, planes and helicopters, than on anything else this trip... whatever makes him happy basically...

Tuesday 12 June 2007

Still warm here!

Another busy day. Been to the zoo/farm and Odinn loved the animals. Walked up to more monuments, he was the only one of us that ran and jumped everywhere. The rest of us were sweating and panting ... he´s also getting very brown, much darker than me. Session up, more later...

Sunday 10 June 2007

Even warmer...

Yesterday we went to see the islands prehistoric monuments... well a few of them. Odinn climbed into an excavated mass grave (dating from about 1000 bc) and walked all around a huge quarry.
We went to the only golf course on the island today. It was great. Mum and I had never been, so we only went to the driving range and learned to use the clubs. I managed to hit a ball over 60 metres and can see now why it becomes addictive. Odinn thought it was great fun and after watching dad, swung the clubs round in circles and managed to hit me on the shin - it really hurt! Dad helped him hit the ball a few times and he thought it was great fun. We were there over two hours and he shot, threw and kicked the balls and then practised his putting as well.
Odinn also likes chinese food. We´ve been twice, as there is a lovely chinese just around the corner, with fantastic food and service, and he slurps it all up, especially the noodles.

Friday 8 June 2007

Hot hot hot

It´s completely baking here now. Odinn doesn´t seem too bothered by it, but the rest of us are really feeling it. He´s getting very good at going out to eat and always starts by ordering his own apple juice before anyone else can get a word in. He then wants ice cream to finish!
I took him to a place called Aquapark today, with water slides and bouncy castles. He was quite interested in the slides, until I was halfway down a little one, when he decided he didn´t want to do it anymore. Not my finest hour trying to push myself and him down a practically horizontal slide, with him screaming, trying to climb over me and get back out the wrong way ... he still wanted another go, and the same thing happened, so I gave up on that idea. We then went to the bouncy castles, and the only thing he found fun there was the trampoline! It was hilarious watching him jump on this huge trampoline and he loved it. After that mum and dad took him away, so Gudrun Sunna and I could go on the proper slides. We had a great time, so much so that I forgot to put suncream on and am a little more than a little red! It´s allright though, we´re hiring a car tomorrow and going exploring, so we´ll not be in the sun much.

Wednesday 6 June 2007

no holiday pics

Sorry, can´t upload pictures on these computers :( Had some great shots ... was snapping away on the beach today, only realising afterwards that in most of the shots of Odinn, there was a topless woman as well!
Anyways, great trip, we´re all having fun. Odinn went through a brief spell of "terrible two´s" yesterday, but is back being himself today. He loves the sea, he calls all water "puddels" and nothing I say will make any difference. Mum and dad are taking him for walks in the mornings, so I can have time to myself. He´s enjoying all the attention and has finally realised waht shops are for! Now he´s demanding toys in every shop we enter...
Right, there is a queue for the computers, so will leave it there for now.
Gx

Tuesday 5 June 2007

Sumar og sol

Hallo fra Menorca

Vid komum a laugardaginn og thad er bid a vera mjog fint. Hotelid er alveg agaett, sundlaugin og allt umhverfid er bara edalgott. Thad er lika agaett ad thad er allt fullt af fjolskyldufolki, svo laetin i Odni koma engum a ovart. Hann er mjog anaegdur med thetta, finnst laugin frabaer thegar hann er kominn yfir hvad hun er kold. Vid Gudrun Sunna forum i vatnaleikfimi i gaer, mjog duglegar. Vid kiktum i bae sem heitir Ciutadella i dag, voda saetur litill baer. Annars er thatta bara tom slokun, bara eins og thad a ad vera :0)

Friday 1 June 2007

Fer í fríið!

Mamma, pabbi og Guðrún Sunna komu í dag og svo fljúgum við öll í fríið á morgun. Ég fékk þennan líka fína harðfisk, hangikjöt, pítusósu og nammi sent frá ömmu. Þetta bíður allt eftir mér þegar við komum tilbaka. Namm.
Óðinn er algjör afastrákur og var með þvílíka sýndarmennsku hérna í kvöld, hoppaði og skoppaði um allt.
Þarf að klára að pakka - reyni að skrifa eitthvað við tækifæri í fríinu, en ef ekki þá verð ég hér að tveim vikum liðnum.

Sunday 27 May 2007

Meiri ísl-enska

Ísl-enskan hjá Óðni er alveg frábær! Hér er nýjasta dæmið: Spider-ló = kónguló.

Thursday 24 May 2007

Chickenpox = hlaupabóla?

Nú er Óðinn greyjið kominn með hlaupabólu. Þær hringdu úr leikskólanum í dag og sögðu að hann væri komin með bólur á magann, svo ég þyrfti að sækja hann strax. Hann er mjög stoltur af þessum bólum og er endalaust að draga upp bolinn og sýna bólurnar á maganum. Við fórum til læknis og fengum staðfest að hann væri veikur, þannig að við verðum heima næstu daga. Ég fór í apótekið og keypti upp lagerinn af kremum og smyrslum til að koma í veg fyrir kláða. Þetta virðist reyndar ekki trufla hann mikið ennþá, sem betur fer. Ég vona bara að hann verði orðinn hress þegar við förum í fríið langþráða eftir rúma viku!

Tuesday 22 May 2007

Grænmetis- og ávaxtastríð

Það er magnað hvað Óðinn er þrjóskur. Hann alveg harðneitar að borða grænmeti og ávexti að undanskildum bönunum, sem honum finnst góðir. Ég er búin að prófa allt til að koma grænmeti ofan í hann, hrátt, soðið, maukað í súpur, skera í stóra bita, litla bita, bita sem eru í laginu eins og geimverur, lestar og eða Bubbi byggir. Það er sama saga með ávextina, hef prófað allar gerðir og stærðir. Reyndi að fela bitana í ís og súkkulaðisósu, en hann spýtir öllu útúr sér. Ég prófaði meira að segja ráðið frá henni systur minni að mauka þá og búa til frostpinna, en hann sagði bara "oj - mamma eat it!" á ísl-enskunni sinni. Við erum samt bæði jafn þrjósk, svo ég er ekkert að gefast upp. Þurfti bara aðeins að koma þessari frústrasjón frá mér.

Sunday 20 May 2007

Bland í poka

Það er orðið frekar langt síðan ég skrifaði síðast. Það er mikið að gera í vinnunni við rannsóknir og skýrsluskrif, en það er engin afsökun...

Það merkilegasta sem gerðist í síðustu viku var að sjálfur David Attenborough kom upp í vinnu og var að mynda skordýragildrur. Ég hitti hann því miður ekki, en sá átrúnaðargoðið í gegnum gluggann og fór síðan ásamt nokkrum starfsfélögum upp á þak að fylgjast með kvikmyndagerðinni.

Það var síðan foreldrafundur hjá mér í leikskólanum. Ég var frekar stressuð, leið eins og ég væri að fara í próf og að leikskólakennarinn hans væri að fara að dæma hæfileika mína til að vera foreldri. Þetta voru óþarfa áhyggjur og gekk allt vel, Óðinn er mjög duglegur og félagslyndur, svo þetta er allt í góðum málum.

Nú, svo var ráðstefna á fimmtudag og föstudag í vinnunni, þar sem allir doktorsnemarnir kynntu verkefnin sín. Ég var með veggspjald til sýnis eins og allir hinir fyrsta árs nemarnir. Þetta gekk bara vel og það var ágætt að fá smá pásu frá rannsóknarstofunni og skriftum, hitta hina nemana og sjá hvað aðrir eru að vinna við.

Helgin fór síðan í meiri vinnu og smá verslunarleiðangur. Ég er búin að kaupa svo mikla sólarvörn fyrir væntanlega sólarlandaferð að ég verð ábyggilega með yfirvigt bara af henni. Svo keypti ég blátt sólarvarnarstifti sem á að vera voða gott á andlit á börnum - aumingja Óðinn verður blár í framan í tvær vikur. En, við ættum allavega ekki að brenna...

Monday 14 May 2007

Evróvisjón update

Partýið á laugardaginn heppnaðist bara vel. Ég átti reyndar ekki von á hvað bresku vinir mínir tóku þetta allt alvarlega, sérstaklega stigagjöfina... hahaha. Það gekk ekki mjög vel hjá bretum þetta árið! Þau voru mjög hrifin af veitingunum, höfðu aldrei smakkað ostasalat eða túnfisksalat með eggjum og lauk ... hér er bara sett maískorn í túnfisksalatið. Óðni fannst líka rosa gaman að fá allt þetta fólk í heimsókn og var í essinu sínu. Skammtaði fólki snakk úr skálunum (það sem ekki hvarf ofan í hann sjálfan) og þurfti að sýna öllum allt dótið sitt og stígvélin.

Thursday 10 May 2007

Mini me!

Óðinn er farinn að herma allt eftir mér. Ég athuga alltaf hvort það sé slökkt á öllu áður en ég fer út á morgnana. Í morgun, þegar ég var búin að klæða hann í skóna og jakkann og var að leyta að bíllyklunum, ákvað hann að tékka á þessu fyrir mig og labbaði úr einu herbergi í annað og sagði: slökkt, slökkt, slökkt - alveg eins og ég geri alltaf. Svo mikil dúlla, ég var í algjöru kasti.

Wednesday 9 May 2007

Evróvisjón

Það verður Evróvisjón vaka hjá okkur frænkunum annaðkvöld. Ég ætla að fara yfir til Auðar með guttann og svo hvetjum við Eirík áfram.
Það er eins gott að hann komist í úrslitin. Ég er búin að bjóða nokkrum vinnufélögum í heimsókn að horfa á aðalkeppnina og hef verið með heldur stórar yfirlýsingar um að við vinnum ábyggilega í ár!

Óðinn sæti




Minn maður að leika sér að bílunum, allir í röð :)

Nú er maður kominn með stóru stráka rúm. Hann lærði að klifra upp úr rimlarúminu um helgina, svo ég verslaði fyrir hann rúm. Þetta er alveg ágætis rúm, hann var svo órólegur í gærnótt að ég endaði á að sofa mestalla nóttina uppí hjá honum...







Friday 4 May 2007

Vinnumaraþon framundan

Það er löng helgi hjá bretum þessa helgina, sem þýðir að það verður frí á mánudaginn. Óðinn er farinn með pabba sínum í bústað, svo ég stefni á vinnumaraþon við skýrsluskrif og er búin að vera að undirbúa það í allan dag. Ég tæmdi hillurnar á bókasafninu og er með svo margar greinar til að lesa að ég held þetta komist ekki allt í bílinn. Síðan er stefnt í búðina til að kaupa allt sem mér þykir best að borða og drekka. Að lokum fer ég heim, læsi mig inni og verð í sjálfskipaðri einangrun fram á mánudagskvöld... Nema náttúrulega ef eitthvað skemmtilegra býðst!

Það á að sýna "The Queen" í kvikmyndaklúbbnum í vinnunni í kvöld, svo ég ætla að skella mér að sjá hana.

Tuesday 1 May 2007

Nú eru góð ráð dýr!

Pítusósan er búin!
Við erum bæði háð því að fá pítu í matinn reglulega og píta er ekki píta nema til sé pítusósa. Ég sé bara tvo möguleika í stöðunni. Annaðhvort verð ég að skrifa manneldisráði breta og biðja um að hún verði sett í framleiðslu hér, eða ég verð að skreppa til Íslands að ná í brúsa. Það væri reyndar ágætishugmynd, því íslenska nammið er líka búið. Það væri kannski ráð að einhver af þessum íslensku viðskiptajöfrum sem alltaf er verið að fjalla um hérna setti upp sjoppu í London með íslensku góðgæti. Ég er viss um að það vekti mikla lukku - og þá gæti ég kannski fengið malt og appelsín líka.

Sunday 29 April 2007

Alþjóðleg hátíð

Það var alþjóðleg hátíð hjá starfsmannafélaginu í vinnunni í dag. Það er mikið af erlendum vísindamönnum og konum sem vinna á rannsóknarstöðinni og árlega er haldið hlaðborð þar sem fólk kemur með rétt frá sínu heimalandi til að deila með öðrum.
Ég bakaði kanilsnúða, en hætti snarlega við að fara með þá, þar sem þeir voru harðir eins og grjót. Ég átti sem betur fer smá söl og harðfisk sem ég fór með í staðinn. Það fannst mörgum sölin ágæt, en harðfiskurinn fékk misjafnar viðtökur. Flestum fannst hann frekar seigur!
Ég smakkaði á flestum réttunum. Þarna voru til dæmis trésveppir og dömplingar frá Kína, tómatsalat frá Chile, hrísgrjónaréttur og fiskréttur frá Ghana, grænmetisréttir frá Indlandi, kartöfluréttur frá Suður Afríku og kjúklingaréttur frá Spáni. Síðan voru eftirréttir allsstaðar að líka. Þetta var alveg frábært og gaman að hitta alla og smakka á og spjalla um matinn. Óðinn var heldur var um sig og neitaði að smakka á flestu, en ég fæ hann kannski til þess að prófa fleira á næsta ári!
Myndin af Óðni er tekin í túninu á bakvið félagsheimilið í vinnunni.

Monday 23 April 2007

Takk

Langaði bara að segja "takk" fyrir kveðjurnar sem við fáum frá ykkur, gaman að vita hverjir kíkja á okkur mæðgin.

Stór strákur og hlífðargleraugu

Jæja, þá er litla barnið mitt að verða fullorðið! Ég fór með hann í klippingu á föstudaginn. Hann var svo stilltur þessi elska, sat alveg grafkyrr í korter á meðan var verið að klippa hann. Nýjasta æðið er að leika sér að bílabraut sem ég keypti handa honum. Hann getur meira að segja sett hana saman. Ég bara trúi varla hvað hann er að verða stór!

Ég fór til tannlæknis í dag, sem er varla í frásögur færandi. Tannlæknirinn ákvað að skipta um fyllingu sem henni fannst vera orðin frekar þreytt. Ég hef alltaf verið mjög tannlæknafælin og leist alls ekki á blikuna þegar hún skellti á mig hlífðargleraugum. Þegar ég spurði til hvers ég þyrfti þau sagði hún að þetta væri "öryggisatriði". Það lá við að ég fengi taugaáfall. Ég sá hana fyrir mér ráðast til atlögu og spóla niður tennurnar eina af annarri og að þetta yrði meiriháttar blóðbað. Betur fór þó en á horfðist og þegar ég leit í spegilinn eftir á voru allar tennurnar til staðar, ég var reyndar með dofna vör og tungu og slefaði smá, en það er ekkert óvanalegt...

Góð helgi

Þetta er búið að vera hin fínasta helgi, mjög afslappað. Ég skrapp á kránna með vinnufélögunum á föstudagskvöldið eftir vinnu, sem var mjög fínt. Síðan fór ég á The Comedy Store, uppistandsklúbb í London, í gærkvöldi og held ég hafi hlegið stanslaust í tvo klukkutíma. Þetta var alveg frábært og ég er með harðsperrur í hláturvöðvunum í dag.
Nú er ég á fullu að vinna. Ég þarf að skila inn efni á veggspjald fyrir ráðstefnu á morgun. Síðan koma fulltrúar af ráðstefnu bresku konunglegu vísindaakademíunnar um gróðurhúsaáhrif í heimsókn til rannsóknarhópsins míns á miðvikudaginn. Þau koma til með að fara um og kynna sér það sem við erum að gera og ég á meðal annarra að segja þeim frá rannsóknunum mínum. Mjög spennandi!

Tuesday 17 April 2007

"Íþróttastjarna"

Hey! Ég skoraði tvö mörk í snertirúgbíinu í dag og er alveg ótrúlega stolt! Það er ekki ljóst hvort það var gamli aerobic gallinn eða mínir sjálfslýsandi hvítfjólubláu leggir sem rugluðu andstæðingana í ríminu, en það skiptir ekki máli, ég náði að skora :)
Nú bíð ég bara eftir að atvinnuliðin byrji að bjóða í mig...

Monday 16 April 2007

Mamma pumpa

Óðinn er búinn að læra nýtt orð og notar það óspart þessa dagana. Ég vissi ekki að prumpubrandarar væru fyndnir hjá svona ungum börnum og sé nú fram á þetta verði margra ára fyndni. Hann hefur sem sagt sjálfskipaða tilkynningaskyldu ef honum eða öðrum verður á að leysa vind ... sem betur fer skilur þetta enginn hérna og ég ætla ekkert að kenna honum ensku útgáfuna!

Það er annar í snertirúgbí á morgun. Ég gleymdi að kaupa nýjan íþróttagalla um helgina, svo ég verð bara í hallærislegum aerobic fötum frá áttunda áratugnum, með sjálflýsandi ennisband, grifflur, legghlífar og allt. Planið er að lama andstæðingana úr hlátri, svo ég nái að skora allavega eitt mark.

Sunday 15 April 2007

Sumar og sól

Það er búið að vera mikil blíða hjá okkur um helgina, algjört sólarstrandaveður. Við vorum bara í rólegheitunum, fórum út að hjóla og kíktum til Auðar, en hún var með þessa fínu vaðlaug úti í garði. Minn var rosa ánægður að fá að sulla smá...

Friday 13 April 2007

Gönguferð



Ég ákvað við mikil fagnaðarlæti að labba í vinnuna í gær. Óðni fannst þetta alveg frábær hugmynd og vildi ólmur setja upp hattinn og sólgleraugun. Hann hélt síðan uppi stöðugu upplýsingaflæði um það sem markverðast var að sjá þær 40 mínútur sem það tók okkur að komast í vinnuna (fyrir þau ykkar sem ekki vita, þá er leikskóli rekinn á rannsóknarstöðinni). Fararstjórnin hélt síðan áfram alla leiðina heim. Ég hafði aldrei tekið eftir því fyrr hvað það eru margir vörubílar og hjól á ferðinni um bæinn okkar!
Við ætluðum að endurtaka leikinn í dag, en Óðinn svaf yfir sig, svo við urðum að rjúka út og nota bílinn...
Það spáir hitabylgju hjá okkur um helgina, sumarfötin eru komin úr geymslu og planið er að vera úti í garði frá morgni til kvölds! Jibbíí.

Tuesday 10 April 2007

Íþróttaálfur

Nei, nei, ég er ekki að tala um Óðinn, heldur sjálfa mig. Ég lét plata mig í að spila snertirúgbí með vinnufélögunum í dag. Ég hef aldrei talist mikil íþróttakona, en þetta var mjög gaman. Ég sýndi að sjálfsögðu mikla takta og sé fram á harðsperrur aldarinnar á morgun. Það eru sem betur fer engar myndir til af þessu, svo þið verðið bara að nota ímyndunaraflið... Svo er maður búinn að lofa að mæta aftur í næstu viku, svo nú leggst ég yfir bækur og skoða leikfléttur, fer síðan og kaupi mér alklæðnað sem hæfir rúgbístjörnu og mæti klár í slaginn að viku liðinni.

Monday 9 April 2007

Páskaegg


Mmmm, Óðinn fékk páskaeggið sitt í eftirmat í kvöld. Hann var alveg ákveðinn í því að það væri kaka og smakkaði fyrst á unganum, en komst síðan að því að botninn var miklu betri á bragðið!

Það tókst!!!


Sæl og blessuð,
Þá er ég loksins búin að setja upp blog síðu fyrir okkur mæðgin. Ég er ekki viss um að ég eigi eftir að skrifa mikið á hana, en tekst vonandi að hlaða inn nokkrum myndum reglulega ...
Gia