Thursday, 24 May 2007

Chickenpox = hlaupabóla?

Nú er Óðinn greyjið kominn með hlaupabólu. Þær hringdu úr leikskólanum í dag og sögðu að hann væri komin með bólur á magann, svo ég þyrfti að sækja hann strax. Hann er mjög stoltur af þessum bólum og er endalaust að draga upp bolinn og sýna bólurnar á maganum. Við fórum til læknis og fengum staðfest að hann væri veikur, þannig að við verðum heima næstu daga. Ég fór í apótekið og keypti upp lagerinn af kremum og smyrslum til að koma í veg fyrir kláða. Þetta virðist reyndar ekki trufla hann mikið ennþá, sem betur fer. Ég vona bara að hann verði orðinn hress þegar við förum í fríið langþráða eftir rúma viku!

1 comment:

Sigga said...

Æ nei litla greyið,vonandi að þetta verði búið hjá honum þegar kemur að fríinu,það reyndar ætti nú að vera í lagi þá.
Honum finnst eitthvað spennandi að hafa eitthvað öðruvísi á maganum dúllan:-)
Fer í sónar kl 14 heyri í þér þegar ég kem heim
Knús á ykkur í hlaupabólunni