Sunday, 22 July 2007
Kjötsúpa
Ég gleymdi að segja ykkur frá því sem gerðist á ráðstefnunni sem ég var á í Edinborg um daginn. Ráðstefnugestum var boðið í veglegan kvöldverð eitt kvöldið og í forrétt var ekkert annað en dýrindis kjötsúpa! Ég trúði varla mínum eigin augum og/eða bragðlaukum, súpan var nákvæmlega eins! Þeir kalla hana kindasúpu (soup of mutton). Þegar ég fór að tala um þetta við hina innfæddu, þá kom í ljós að það er margt líkt með matarvenjum skota og íslendinga... vona bara að ég sé ekki sú eina sem hafi ekki vitað þetta. Annars var þetta fín ráðstefna. Því miður var lítill tími til að skoða borgina, en það sem ég sá leist mér mjög vel á, svo maður verður að kíkja þangað aftur við tækifæri.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment