Óðinn var kominn upp í rúm í gær og ég var í næsta herbergi að brjóta saman þvott og að dást að því hversu duglegur hann væri að fara sjálfur að sofa, bara tveggja ára. Þegar ég er síðan búin að brjóta saman þvottinn og sný mér við, sá ég að hurðin inn í herbergið hans var opin - þá hafði minn maður læðst fram í stofu og var að horfa á sjónvarpið. Það vantaði bara kók og snakk og minn hefði verið alsæll!
Annars er allt gott að frétta. Ég er búin að skila af mér fyrsta árs skýrslunni og fer í munnlegt próf í næstu viku. Svo fer að koma að stórafmæli hjá sumum ... 2. ára!
No comments:
Post a Comment