Það er meira hvað ég er búin að vera löt við að skrifa á þessa síðu. Kenni önnum um, en maður getur nú alltaf fundið smástund hér og þar.
Við mæðgin skruppum í leyniferð til Íslands um daginn. Þar voru mikil veisluhöld, afmæli og skírn, og við komum bæði talsvert mýkri tilbaka til Englands.
Óðinn er hress. Við keyptum dvd með Samma brunaverði og hann horfir á hann stanslaust - nema þegar Tommi togvagn kemst í spilarann. Hann er búinn að læra hvernig á að skipta um disk, þannig að ég hef engin völd.
Ég er á fullu í útivinnu. Þarf að ná gögnum áður en víðirinn fellir laufin og blaðlýsnar hverfa. Þetta getur verið mjög spennandi, sérstaklega eins og í dag þegar ég kraup óvart á geitungi. Hann var sem betur fer of sljór til að stinga mig greyjið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment