Monday, 5 November 2007

Fín helgi

Það var nóg að gera í félagslífinu um helgina. Á föstudaginn fór rannsóknargrúppan mín út að borða og á kránna í nágrannabænum St. Albans. Þetta var mikill viðburður og nördasamkoma, enda ekki oft sem okkur er hleypt öllum í einu út úr tilraunastofunni.

Ég eyddi síðan helginni í London, fór í leikhús, í Tate Modern að skoða tilbúna jarðskjálftasprungu og kíkti í kaffi í kjallaranum á St. Pauls kirkjunni.

Jemma og Nick kíktu svo í kaffi í gærkvöldi. Þau bjuggu í Ameríkulandi í nokkur ár og ferðuðust mikið um þar. Ég var svo spennt yfir öllum ferðasögunum að nú er planið að fara í frí þangað, leigja sér risastóran amerískan húsbíl (svo Óðinn geti leikið sér afturí) og fara á rúntinn. En fyrst þarf ég væntanlega að skrifa breska rannsóknarsjóðnum og biðja um launahækkun!

No comments: