Sunday, 29 April 2007

Alþjóðleg hátíð

Það var alþjóðleg hátíð hjá starfsmannafélaginu í vinnunni í dag. Það er mikið af erlendum vísindamönnum og konum sem vinna á rannsóknarstöðinni og árlega er haldið hlaðborð þar sem fólk kemur með rétt frá sínu heimalandi til að deila með öðrum.
Ég bakaði kanilsnúða, en hætti snarlega við að fara með þá, þar sem þeir voru harðir eins og grjót. Ég átti sem betur fer smá söl og harðfisk sem ég fór með í staðinn. Það fannst mörgum sölin ágæt, en harðfiskurinn fékk misjafnar viðtökur. Flestum fannst hann frekar seigur!
Ég smakkaði á flestum réttunum. Þarna voru til dæmis trésveppir og dömplingar frá Kína, tómatsalat frá Chile, hrísgrjónaréttur og fiskréttur frá Ghana, grænmetisréttir frá Indlandi, kartöfluréttur frá Suður Afríku og kjúklingaréttur frá Spáni. Síðan voru eftirréttir allsstaðar að líka. Þetta var alveg frábært og gaman að hitta alla og smakka á og spjalla um matinn. Óðinn var heldur var um sig og neitaði að smakka á flestu, en ég fæ hann kannski til þess að prófa fleira á næsta ári!
Myndin af Óðni er tekin í túninu á bakvið félagsheimilið í vinnunni.

4 comments:

Sigga said...

En gaman að smakka svona rétti frá öðrum löndum,maður verður nú bara svangur af að lesa þetta:-)
Geggjuð mynd af Óðni ekkert smá sætur algjört krútt við Þórhildur sitjum alveg dolfallnar yfir honum :-)
Knús

koss fra Þórhildi :-)

Anonymous said...

[url=http://www.mikeditkajersey.com/]Bears Mike Ditka Jersey[/url]

" (Revelations 6:5-6) 3 quarts of barley are also considered just enough food to get by onIf shampoo gets in his eyes, rinse with cool water or saline eyewashFor a new business, short-term is three months or less, medium-term from four or six to eight months, and long-term is anything over that

[url=http://www.officialbearsjerseystore.com/]Bears Julius Peppers Jersey[/url]

Don't Let Your Dog Sleep In Your BedThis is a tough one for a lot of people, but when you let your dog share your bed, at best you're making him an equal to you The code of conduct pertinent to priesthood is to be found in 'The Code of Canon Law', in the Official Teachings of the Church, in the deliberations of the Bishops Conference and in the Diocesan stipulationsTomorrowsEdge

[url=http://www.navorrobowmanjersey.com/]NaVorro Bowman Jersey[/url]

Anonymous said...

Hello. And Bye.

Anonymous said...

Why wouldn't it decals? However, prints provide a mark of originality for your product distribution. [url=http://www.myownlabels.com]custom labels[/url] Heat to just before decals a boil. Right now, we're planning to introduce some series about leopard stickers shoes?
wine bottle labels Besides presenting you the full color window print printing.