Það var myndataka í leikskólanum hjá Óðni í gær. Þetta er árlegur viðburður til að hjálpa manni við að losna við peninga ... maður getur náttúrulega ekki látið myndir af barninu sínu liggja ókeyptar. Nema hvað, minn maður datt af hjólinu á föstudaginn og var enn með marblett og hrúður á miðju enninu, svo ljósmyndarinn bauðst til að laga það á myndunum. Alveg eins og alvöru fyrirsæta.
Það væri nær að ég fengi smá aðstoð við að laga myndir af mér...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment