Var að horfa á fréttirnar og Barnabótaskrifstofan er búin að týna diski með persónuupplýsingum um alla barnabótaþega í Bretlandi - mínum líka!!! Það er eins gott að kíkja á bankareikninginn og athuga hvort allar milljónirnar séu ennþá á sínum stað... En grínlaust, hverjum dettur í hug að senda disk með svona upplýsingum í venjulegum pósti, ekki einu sinni ábyrgðarpósti. Það er ekki eins og póstþjónustan hérna sé rómuð fyrir skilvirkni.
PS. Er búin að laga commentin, það þarf ekki lengur að skrá sig inn til að láta heyra í sér :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
já algert klúður,maður skilur ekki hvernig svonalagað er hægt.Nú er frost á fróni í dag,það var svo fallegt veður eldsnemma í morgun,alveg logn og stjörnubjart,þegar ég var að hleypa dekurdollunni út.kk.
Post a Comment