Thursday 31 July 2008

Pólskt súkkulaði og skrímsli

Ég er mætt aftur til Englands og tók með mér Prince Polo til að gefa vinnufélögunum. Þetta var aðallega gert vegna þess að einn úr vinnuhópnum er pólskur og honum finnst mjög fyndið að Prince Polo sé til á Íslandi.

Hann bætti síðan um betur og lét bróður sinn koma með "Grzeski" handa mér, sem er eiginlega betri útgáfa af Prince Polo. Alveg eðal súkkulaði, gæti alveg torgað heilum kassa.

Óðinn er með skrímslaæði þessa dagana, sem er í góðu lagi, nema fyrir það að hann er viss um að það séu skrímsli í skápum og undir rúmi þegar hann fer að sofa ...

Thursday 3 July 2008

Mömmuklúbbur

Við Óðinn erum að fara í afmælishitting í mömmuklúbbnum mínum á morgun. Krakkarnir eru allir að verða þriggja ára í júní og júlí. Við ætlum að fara með þau í boltaland og síðan koma allir heim til okkar. Ég verð að sjálfsögðu með miklar veitingar í boði, skrapp í Sainsbury´s áðan og keypti upp kökubirgðirnar þeirra ;-)

Wednesday 2 July 2008

Úff, rosalega er langt síðan ég skrifaði eitthvað. Það er búið að vera mikið um að vera. Auður kom í heimsókn eina helgi. Við náðum aðeins að kíkja í búðir frænkurnar, það gekk alveg ágætlega hjá okkur ;) Stuttu seinna kom mamma, og pabbi þar á eftir. Þau héldu heimili fyrir mig í 10 daga. Það var algjör lúxus, maturinn tilbúinn þegar við Óðinn komum heim á daginn og sjálfvirkur uppvaskari (mamma) og garðyrkjumaður (pabbi). Ég er að spá í að flytja þau bara inn.

Það er líka fjör í náminu að vanda. Allar tilraunir í gangi í einu og ég á eftir að enda eins og vísindamaðurinn í "Back to the Future" með hárið út um allt og kannski yfirvaraskegg líka, hver veit. Bilun. Svo voru skólaheimsóknir um daginn. Við fórum með krakkana í pödduleit. Það var alveg frábært, þau voru svo áhugasöm.

Óðinn hlakkar mikið til afmælisins síns og talar endalaust um hvenær hann verði þriggja ára. Stór strákur!