Saturday, 20 October 2007

Nöldur



Ég þarf nauðsynlega að fá útrás fyrir smá nöldur og þar sem það er enginn nálægt þá geri ég það bara hér í staðinn.


Málið er að ég mætti hér galvösk í vinnuna á hádegi og er að semja fyrirlestur sem ég á að halda hér á rannsóknarstöðinni á fimmtudaginn. Það er svo sem ekkert merkilegt við það, nema að þegar maður er að vinna utan "venjulegs" vinnutíma, þá þarf maður að skrá sig inn í sérstöku forriti í tölvunni. Þar setur maður inn hver maður er, hvar á stöðinni maður ætlar að vinna og hvenær maður ætlar heim. Ekkert mál. Nema hvað að þegar maður er búinn að þessu, þá birtist stór klukka neðst hægra meginn á skjánum og byrjar að telja niður! Og það er ekki hægt að slökkva á henni! Þetta er alveg hrikalega pirrandi!!! Ég ætlaði að vinna í sex tíma og fara svo kannski að hitta vini og horfa á úrslitin í rúgbí heimsmeistarakeppninni, en það er bara ekki vinnufriður fyrir þessari helv klukku! Maður fær í magann í hvert skipti sem maður lítur á hana, líður eins og maður hafi ekki áorkað neinu, þegar sekúndurnar teljast niður hver af annarri og allt í einu á maður minna en þrjá tíma eftir í vinnunni.


Ég geri mér grein fyrir að það er pínulítið fáránlegt að vera að ergja sig á þessu, en hin hliðin á vandamálinu er að klukkan hylur skjáinn neðst hægra megin, svo ég get ekki flett skjölum venjulega heldur.


GGGGRRRRRRRR! Ógeðslega pirruð!

Líður samt betur eftir að hafa komið þessu frá mér :)

No comments: