Sunday 24 August 2008

Handbolti og PCR

Halló halló, ég er á lífi ... og rúmlega það eftir að hafa vaknað í morgun til að horfa á handboltann. Þetta var kannski ekki skemmtilegasti handboltaleikur sem ég gef séð, var alveg búin að gleyma hvað það er gaman að horfa á handbolta, en magnað hjá strákunum að vinna silfrið. Ég er ekki viss um að það sé manni hollt að lenda í svona geðshræringu snemma morguns!

Óðinn er hjá pabba sínum um helgina, svo ég skellti mér í vinnuna af gömlum vana og var þar að slást við PCR maskínuna þar til klukkan níu í kvöld. Ég held ég hafi náð áfangasigri í þeirri viðureign, eða vona það allavega. Fyrir þá sem ekki vita hvað PCR er, þá bara skiptir það engu máli, nægir að segja að það tekur langan tíma og virkar ekki alltaf sem skildi ;o)