Óðinn er búinn að læra nýtt orð og notar það óspart þessa dagana. Ég vissi ekki að prumpubrandarar væru fyndnir hjá svona ungum börnum og sé nú fram á þetta verði margra ára fyndni. Hann hefur sem sagt sjálfskipaða tilkynningaskyldu ef honum eða öðrum verður á að leysa vind ... sem betur fer skilur þetta enginn hérna og ég ætla ekkert að kenna honum ensku útgáfuna!
Það er annar í snertirúgbí á morgun. Ég gleymdi að kaupa nýjan íþróttagalla um helgina, svo ég verð bara í hallærislegum aerobic fötum frá áttunda áratugnum, með sjálflýsandi ennisband, grifflur, legghlífar og allt. Planið er að lama andstæðingana úr hlátri, svo ég nái að skora allavega eitt mark.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Flott síða og rosa ertu dugleg að blogga! Maður fer bara hjá sér ekki með blogg og svona... Seeyousooooon.
Auður
Prump er ótrúlega vinsælt hjá börnum á öllum aldri! Ónefnd systir mín er gott dæmi!
Annars er þetta hláturtiks óbilandi. Gangi þér vel.
Hæhæ,
Þú ert ekkert smá flottur penni:-)maður liggur í kasti og ýmindar sér þetta allt gerast.
Hey flott með rúgbíið ef þú skoraðir í fína gallanum þá skaltu ekkert vera að fá þér alvöru rúgbígalla:-)
Knús til ykkar
Post a Comment