Thursday, 13 December 2007

Frost og sól

Það var alveg yndislegt veður í morgun, frost yfir öllu og ískalt, sól og engin rigning!! Við mæðgin vorum alsæl með þetta þegar við röltum í leikskóla og vinnu. Svo þegar ég kom inn á kaffistofu að ná mér í tebolla og fór að dásama veðrið, þá voru infæddir nú alls ekki á því að þetta væri gott veður. Ég hló svo mikið að þeim, alveg magnað að vilja frekar hlýju og rigningu, en sól og smá frost.

Ég var að reyna að segja Óðni frá jólagjöfum í morgun. Ég: "...og svo færðu gjafir." Óðinn: "Afi á Íslandi". Ég: "Nei Óðinn, gjafir, pakka, presents, gjafir". Óðinn: "Mamma, afi í flugvél, Ísland". Það gekk ekkert að útskýra fyrir honum hvað gjafir væri, hann heyrði bara gj-AFI-r. En við vorum allavega sammála um að fara í flugvélinni til Íslands um áramótin.

2 comments:

Anonymous said...

já afi,Óðinn og flugvél,pakkar hvað.Miklu skemmtilegra að fá bara afa.annars allt gott héðan.kk.mamma

Anonymous said...

Guð skrýtið með veðrið ég væri nú miklu frekar til í að hafa sól og smá frost hér heldur en rigningu og storm eins og búið er að vera:-)
Æ dúllan hann Óðinn ég sé svipinn á honum alveg fyrir mér þegar þú ert að útskýra þetta fyrir honum:-)
Jæja knús og kremja frá okkur