Sunday, 20 May 2007

Bland í poka

Það er orðið frekar langt síðan ég skrifaði síðast. Það er mikið að gera í vinnunni við rannsóknir og skýrsluskrif, en það er engin afsökun...

Það merkilegasta sem gerðist í síðustu viku var að sjálfur David Attenborough kom upp í vinnu og var að mynda skordýragildrur. Ég hitti hann því miður ekki, en sá átrúnaðargoðið í gegnum gluggann og fór síðan ásamt nokkrum starfsfélögum upp á þak að fylgjast með kvikmyndagerðinni.

Það var síðan foreldrafundur hjá mér í leikskólanum. Ég var frekar stressuð, leið eins og ég væri að fara í próf og að leikskólakennarinn hans væri að fara að dæma hæfileika mína til að vera foreldri. Þetta voru óþarfa áhyggjur og gekk allt vel, Óðinn er mjög duglegur og félagslyndur, svo þetta er allt í góðum málum.

Nú, svo var ráðstefna á fimmtudag og föstudag í vinnunni, þar sem allir doktorsnemarnir kynntu verkefnin sín. Ég var með veggspjald til sýnis eins og allir hinir fyrsta árs nemarnir. Þetta gekk bara vel og það var ágætt að fá smá pásu frá rannsóknarstofunni og skriftum, hitta hina nemana og sjá hvað aðrir eru að vinna við.

Helgin fór síðan í meiri vinnu og smá verslunarleiðangur. Ég er búin að kaupa svo mikla sólarvörn fyrir væntanlega sólarlandaferð að ég verð ábyggilega með yfirvigt bara af henni. Svo keypti ég blátt sólarvarnarstifti sem á að vera voða gott á andlit á börnum - aumingja Óðinn verður blár í framan í tvær vikur. En, við ættum allavega ekki að brenna...

1 comment:

mamma said...

Vá,mr.Attenborough,ég hefði sko beðið í biðröð framm að jólum,vá,og ég missti af honum.:-(

Já Gia mín,það er eins að fara á foreldrafundi og til tannlæknis,nema við erum ekki með grímur bara aðrir!En við vitum betur um káta og hrausta krakka því þeir eru jú okkar,og hoppa og skoppa okkur til gleðis og yndisauka og við elskum þau af lífi og sál,og hana nú.Risaknús.