Við fórum í ferðalag um helgina, alla leið upp til Manchester að hitta Mandy vinkonu mína og krakkana hennar. Þetta var mjög gaman. Harvey sonur hennar er tveimur vikum yngri en Óðinn og þeim finnst mjög gaman að leika sér saman - nema þegar þeir vilja leika með sama dótið... Svo á hún tveggja vikna stelpu, Hönnu, sem er algjört krútt.

Óðinn var mjög stoltur af mömmu sinni í morgun. Ég gat nefnilega klætt mig í sokkana sjálf! Honum fannst þetta mjög merkilegt og sagði "mamma is a clever boy" :)

No comments:
Post a Comment