Saturday, 22 December 2007

Litlu jólin

Við Óðinn héldum litlu jólin í dag. Það var rosalega gaman hjá okkur. Við byrjuðum daginn á að fara í almenningsgarðinn hérna niðurfrá þar sem við hittum Stanley, vin Óðins úr leikskólanum og mömmu hans. Þeim finnst mjög gaman að leika sér saman, svo þeir eyddu öllum morgninum í að róla, renna sér og hlaupa um. Við komum síðan heim, fengum okkur hádegismat og svo fékk hann fyrstu jólagjöfina sína. Ég hafði heypt handa honum 12 tommu hjól, með hjálparadekkjum og Spiderman hjálm. Hann var mjög ánægður með þetta, var reyndar viss um að gjöfin kæmi frá jólasveininum, það var engin leið að útskýra neitt annað. Við skelltum okkur strax út aftur að hjóla.


Hann var mjög duglegur á hjólinu, settist bara á það og hjólaði út um allt þangað til hann var orðinn svangur og þreyttur.


Við fórum síðan heim aftur og fengum okkur crumpets og te/djús. Þá var afgangurinn af pökkunum opnaður. Óðinn var ennþá alveg viss um að þetta væru allt gjafir frá jólasveininum, það var engin leið að telja honum trú um annað. Hann er búinn að hitta jólasveininn þrisvar og það eru bara jólasveinar sem gefa gjafir að hans mati. Hann var mjög ánægður með gjafirnar sínar og talaði um þær stanslaust þangað til hann sofnaði.


Ég ákvað að elda hafa uppáhaldsmatinn hans í "jólamatinn", svo hann fékk svínapulsur (sausages, ekki venjulegar pulsur), kartöflumús með osti og lauksósu. Svo var súkkulaðikaka í eftirmat.
Takk fyrir kommentin, gaman að heyra í þér Randý!





No comments: