Sunday 30 December 2007

In Iceland

We´ve been very busy since arriving in Iceland on Thursday. On Friday we went round to my sister´s to distribute presents and then to see my grandma (Odinn´s great grandma) in the hospital in Selfoss. Odinn was relatively well behaved at the hospital, he did run around the corridors a bit, but fortunately it´s a small hospital and the people are very friendly. On the way back we stopped for a hot dog, which is an important part of any Icelanders life. We then drove back to Reykjavík, and when we were on the mountains, Odinn started talking about seeing rainbows. I was telling him that you couldn´t see rainbows at night when it is dark, but he was adamant that there was a rainbow, and when we started looking outside we saw that he was talking about the Northern Lights! We were also lucky in having snow here when we first arrived, so Odinn could experience snow fight. It was great fun and he was very good at throwing snow at me!
There was a big family gathering planned in Selfoss today, but it had to be postponed, due to bad weather. Unfortunately, the gales have brought lots of rain, so all the snow has melted. The weather forecast is for high winds and rain on New Year´s Eve as well, which doesn´t look good for the fireworks.

Saturday 22 December 2007

Litlu jólin

Við Óðinn héldum litlu jólin í dag. Það var rosalega gaman hjá okkur. Við byrjuðum daginn á að fara í almenningsgarðinn hérna niðurfrá þar sem við hittum Stanley, vin Óðins úr leikskólanum og mömmu hans. Þeim finnst mjög gaman að leika sér saman, svo þeir eyddu öllum morgninum í að róla, renna sér og hlaupa um. Við komum síðan heim, fengum okkur hádegismat og svo fékk hann fyrstu jólagjöfina sína. Ég hafði heypt handa honum 12 tommu hjól, með hjálparadekkjum og Spiderman hjálm. Hann var mjög ánægður með þetta, var reyndar viss um að gjöfin kæmi frá jólasveininum, það var engin leið að útskýra neitt annað. Við skelltum okkur strax út aftur að hjóla.


Hann var mjög duglegur á hjólinu, settist bara á það og hjólaði út um allt þangað til hann var orðinn svangur og þreyttur.


Við fórum síðan heim aftur og fengum okkur crumpets og te/djús. Þá var afgangurinn af pökkunum opnaður. Óðinn var ennþá alveg viss um að þetta væru allt gjafir frá jólasveininum, það var engin leið að telja honum trú um annað. Hann er búinn að hitta jólasveininn þrisvar og það eru bara jólasveinar sem gefa gjafir að hans mati. Hann var mjög ánægður með gjafirnar sínar og talaði um þær stanslaust þangað til hann sofnaði.


Ég ákvað að elda hafa uppáhaldsmatinn hans í "jólamatinn", svo hann fékk svínapulsur (sausages, ekki venjulegar pulsur), kartöflumús með osti og lauksósu. Svo var súkkulaðikaka í eftirmat.
Takk fyrir kommentin, gaman að heyra í þér Randý!





Sunday 16 December 2007

Helgin

Þetta er búin að vera mikil vinnuhelgi. Óðinn er hjá pabba sínum, svo það var um að gera að nota tímann vel. Ég er að vinna í stofnerfðafræði blaðlúsarinnar minnar. Þetta hefur gengið frekar hægt og ég er að keppast við að ná ákveðnum áfanga þar fyrir jól. Svo er ég líka að vinna í grein um bjöllusamfélög í skógum. Þetta er úr gögnum sem ég var að vinna í á Náttúrufræðisafninu í London áður en ég byrjaði í doktorsnáminu, þannig að það væri gott að geta klárað það fljótlega.
Það var jólaball í vinnunni í dag fyrir börn starfsfólks. Steven kom með Óðinn, sem skemmti sér konunglega. Þarna voru allir vinir hans úr leikskólanum (leikskólinn er fyrir börn starfsmanna) og þau hlupu stanslaust í hringi í þrjá tíma. Þessi hópur tveggja ára barna hafði litla þolinmæði fyrir skemmtiatriðin. Ég get reyndar alveg skilið það, fannst kallinn ekkert mjög fyndinn heldur. Í lokin kom svo jólasveinninn. Það var mjög flott, hann var í kerru sem var dregin af litlum hesti. Krakkarnir áttu varla orð yfir þessu öllu saman. Jólasveinninn kallaði þau síðan öll upp með nafni og gaf þeim pakka. Minn hljóp til jólasveinsins þegar hans nafn var kallað upp og þurfti ekkert að láta halda í hendina á sér þetta árið!

Thursday 13 December 2007

Frost og sól

Það var alveg yndislegt veður í morgun, frost yfir öllu og ískalt, sól og engin rigning!! Við mæðgin vorum alsæl með þetta þegar við röltum í leikskóla og vinnu. Svo þegar ég kom inn á kaffistofu að ná mér í tebolla og fór að dásama veðrið, þá voru infæddir nú alls ekki á því að þetta væri gott veður. Ég hló svo mikið að þeim, alveg magnað að vilja frekar hlýju og rigningu, en sól og smá frost.

Ég var að reyna að segja Óðni frá jólagjöfum í morgun. Ég: "...og svo færðu gjafir." Óðinn: "Afi á Íslandi". Ég: "Nei Óðinn, gjafir, pakka, presents, gjafir". Óðinn: "Mamma, afi í flugvél, Ísland". Það gekk ekkert að útskýra fyrir honum hvað gjafir væri, hann heyrði bara gj-AFI-r. En við vorum allavega sammála um að fara í flugvélinni til Íslands um áramótin.

Monday 10 December 2007



Við fórum í ferðalag um helgina, alla leið upp til Manchester að hitta Mandy vinkonu mína og krakkana hennar. Þetta var mjög gaman. Harvey sonur hennar er tveimur vikum yngri en Óðinn og þeim finnst mjög gaman að leika sér saman - nema þegar þeir vilja leika með sama dótið... Svo á hún tveggja vikna stelpu, Hönnu, sem er algjört krútt.








Óðinn var mjög stoltur af mömmu sinni í morgun. Ég gat nefnilega klætt mig í sokkana sjálf! Honum fannst þetta mjög merkilegt og sagði "mamma is a clever boy" :)


Sunday 2 December 2007

Gluggagægir

Ég skellti mér í jólagjafaleiðangur í gær, sem gekk bara nokkuð vel. Það vantar alveg í mig þetta kvenlega búðagen, mér leiðist frekar mikið í búðum, en ég var stolt af hversu vel þetta gekk allt í gær... þangað til ég ætlaði að finna bílinn aftur! Bílastæðið var risastórt og ég hafði ekki lagt á minnið hvar bíllinn var. Nú voru góð ráð dýr. Ég ákvað að gera þetta skipulega og labbaði fram og tilbaka að leita að bílnum. Það er alveg ótrúlegt hvað það eiga margir svona bíla. Ég náttúrulega man ekki heldur númerið á bílnum, þannig að í hvert skipti sem ég sá svona "bláan lítinn bíl" þá kíkti ég inn um rúðurnar til að athuga hvort ég sæi eitthvað af draslinu okkar þar inni. Minn bíll var sá sjöundi sem ég kíkti inn í. Ég þakka bara fyrir að það kom enginn að spyrja hvað ég væri að gera, það hefði verið frekar vandræðalegt.

En, það kom tvennt útúr þessari verslunarferð: 1) Ég ætla að versla afganginn af jólagjöfunum á netinu og fá heimsendar. 2) Ég er búin að læra númerið á bílnum mínum.

Annars er þetta búið að vera fín helgi. Óðinn er hjá pabba sínum, svo ég er búin að vinna slatta og setja upp nokkur jólaljós til að lífga aðeins upp á rigninguna.