Tuesday, 10 April 2007
Íþróttaálfur
Nei, nei, ég er ekki að tala um Óðinn, heldur sjálfa mig. Ég lét plata mig í að spila snertirúgbí með vinnufélögunum í dag. Ég hef aldrei talist mikil íþróttakona, en þetta var mjög gaman. Ég sýndi að sjálfsögðu mikla takta og sé fram á harðsperrur aldarinnar á morgun. Það eru sem betur fer engar myndir til af þessu, svo þið verðið bara að nota ímyndunaraflið... Svo er maður búinn að lofa að mæta aftur í næstu viku, svo nú leggst ég yfir bækur og skoða leikfléttur, fer síðan og kaupi mér alklæðnað sem hæfir rúgbístjörnu og mæti klár í slaginn að viku liðinni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
hæhæ
Það væri nú samt gaman að sjá myndir af þér í búningnum þegar þú kaupir hann:-)
Nú er ég líka ótrúlega fræg að eiga systir sem verður DOKTOR GIA og svo líka DOKTOR GIA RÚGBÍSTJARNA hahaha ég sé fyrirsögnina fyrir mér þegar þú heldur fyrirlestur í Háskólabíó eða eihversstaðar hér heima,jæja nóg af bulli,
knús til ykkar
Post a Comment