Monday, 14 May 2007

Evróvisjón update

Partýið á laugardaginn heppnaðist bara vel. Ég átti reyndar ekki von á hvað bresku vinir mínir tóku þetta allt alvarlega, sérstaklega stigagjöfina... hahaha. Það gekk ekki mjög vel hjá bretum þetta árið! Þau voru mjög hrifin af veitingunum, höfðu aldrei smakkað ostasalat eða túnfisksalat með eggjum og lauk ... hér er bara sett maískorn í túnfisksalatið. Óðni fannst líka rosa gaman að fá allt þetta fólk í heimsókn og var í essinu sínu. Skammtaði fólki snakk úr skálunum (það sem ekki hvarf ofan í hann sjálfan) og þurfti að sýna öllum allt dótið sitt og stígvélin.

1 comment:

gudrun sunna said...

Hæhæ, ég sakna ykkar:)
Knús!