Sunday, 25 November 2007
Jólaball
Við fórum á jólaballið hjá Íslendingafélaginu í gær. Þegar við keyptum lestarmiðann inn til London tilkynnti Óðinn afgreiðslumanninum og öllum í röðinni að hann væri að fara í flugvél. Aumingja maðurinn varð frekar kjánalegur, en gaf Óðni miða í litlu plastumslagi til að halda á, hann var svo stoltur með miðann sinn og hélt á honum alla leiðina. Jólaballið var mjög skemmtilegt, frábærar veitingar og gaman að hitta fólk sem ég hafði ekki séð lengi. Óðinn var rosalega spenntur. Það voru svo margir krakkar og þegar hann sá að þau voru að hlaupa um, tók hann sig til og hljóp um allt líka. Hann var kominn á algjöran yfirsnúning þegar jólasveinninn kom, svo ég ákvað að drífa mig heim, þannig að hann fékk ekkert nammi greyjið (og ekki ég heldur).
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Heil og sæl Gía!
Guðrún Bjarnadóttir hér sem vann með þér á Stöð 2 í gamla daga.. Datt inn á bloggið þitt í gegnum msn-ið... Mikið er hann Óðinn þinn myndarlegur... Ég er líka svo mikil London manneskja að ég hundöfunda þig af að vera þarna úti..(ertu ekki annars í London ennþá?) Ég er búsett í Svíþjóð þessa dagana og mér hundleiðist... En kíktu endilega á www.malmo.blog.is þar er ferðasaga okkar hjónaleysanna ásamt myndum..
Bestu kveðjur frá Malmö
Guðrún Bjarnadóttir
HæHæ
Gaman að þið drifuð ykkur á jólaballið,en þú skrýtin að bíða ekki eftir namminu frá jólasveininum kannski var hann með nammi frá Íslandi:-)
Oh hvað ég hlakka til að fá ykkur um áramótin það verður æði....
Risa knús frá okkur
Úppppsssss,þetta var frá mér
Siggu fattaði ekki að skrifa það:-)
Post a Comment