Wednesday, 1 August 2007

Allt á fullu!

Það er nóg að gerast hjá okkur að venju. Óðinn er búinn að vera í sumarfríi með pabba sínum síðan á föstudag, hann kemur heim í kvöld. Við förum síðan til Íslands á föstudagskvöldið! Ég hlakka mikið til að hitta fjölskyldu og vini, hef ekki komið heim síðan um jól, alltof langur tími. Nú svo erum við að fara að flytja aftur, í lítið sætt hús alveg við vinnuna. Ég nenni engan veginn að flytja í þriðja skiptið á einu og hálfu ári, bölva öllum bókunum mínum í hvert sinn sem ég flyt, og alltaf bætist í bunkann. Svo bætist núna við ótrúlegt magn af leikföngum, en sem betur fer eru þau ekki mjög þung! En ljósi punkturinn er að þetta er mjög fínt hús og það verður frábært þegar við erum búin að koma okkur fyrir á nýja staðnum.

1 comment:

Sigga said...

Það verður rosa gaman að fá ykkur í heimsókn,vonandi að ég verði búin að eiga haha:-)
Æ það verður nú kósý þegar þið verðið komin í nýja húsið og búin að koma ykkur fyrir,þar sem það verður nóg pláss þá komum við bara í heimsókn fyir jól:-)
Knús til ykkar og góða ferð heim