Ég skellti mér í jólagjafaleiðangur í gær, sem gekk bara nokkuð vel. Það vantar alveg í mig þetta kvenlega búðagen, mér leiðist frekar mikið í búðum, en ég var stolt af hversu vel þetta gekk allt í gær... þangað til ég ætlaði að finna bílinn aftur! Bílastæðið var risastórt og ég hafði ekki lagt á minnið hvar bíllinn var. Nú voru góð ráð dýr. Ég ákvað að gera þetta skipulega og labbaði fram og tilbaka að leita að bílnum. Það er alveg ótrúlegt hvað það eiga margir svona bíla. Ég náttúrulega man ekki heldur númerið á bílnum, þannig að í hvert skipti sem ég sá svona "bláan lítinn bíl" þá kíkti ég inn um rúðurnar til að athuga hvort ég sæi eitthvað af draslinu okkar þar inni. Minn bíll var sá sjöundi sem ég kíkti inn í. Ég þakka bara fyrir að það kom enginn að spyrja hvað ég væri að gera, það hefði verið frekar vandræðalegt.
En, það kom tvennt útúr þessari verslunarferð: 1) Ég ætla að versla afganginn af jólagjöfunum á netinu og fá heimsendar. 2) Ég er búin að læra númerið á bílnum mínum.
Annars er þetta búið að vera fín helgi. Óðinn er hjá pabba sínum, svo ég er búin að vinna slatta og setja upp nokkur jólaljós til að lífga aðeins upp á rigninguna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
xx
Jæja gluggagæjir,þú ert nú alveg ótrúleg:-)reyndar lenti ég í þessu í smáralindinni um daginn en ég var nú snögg að finna bílinn og vonaðist bara til að engin sem ég þekkti hefði séð mig:-)
Ég skal bara taka það að mér að versla fyrir þig jólagjafir því mér finnst sko ekki leiðinlegt í búðum það er að segja ef ég er barnlaus hehe,,,,,
en annars sendi ég risaknús á ykkur og hlakka svo til að fá ykkur heim:-)
Knúsa Sigga systir
Post a Comment