Friday, 4 May 2007

Vinnumaraþon framundan

Það er löng helgi hjá bretum þessa helgina, sem þýðir að það verður frí á mánudaginn. Óðinn er farinn með pabba sínum í bústað, svo ég stefni á vinnumaraþon við skýrsluskrif og er búin að vera að undirbúa það í allan dag. Ég tæmdi hillurnar á bókasafninu og er með svo margar greinar til að lesa að ég held þetta komist ekki allt í bílinn. Síðan er stefnt í búðina til að kaupa allt sem mér þykir best að borða og drekka. Að lokum fer ég heim, læsi mig inni og verð í sjálfskipaðri einangrun fram á mánudagskvöld... Nema náttúrulega ef eitthvað skemmtilegra býðst!

Það á að sýna "The Queen" í kvikmyndaklúbbnum í vinnunni í kvöld, svo ég ætla að skella mér að sjá hana.

1 comment:

Randý said...

Hæ, hæ
Vildi bara láta þig vita að ég væri að fylgjast með ritstörfum þínum hérna! Gaman að því... þú ert nú búin að vera týnd í svo mörg ár :)
kveðja