Tuesday, 1 May 2007

Nú eru góð ráð dýr!

Pítusósan er búin!
Við erum bæði háð því að fá pítu í matinn reglulega og píta er ekki píta nema til sé pítusósa. Ég sé bara tvo möguleika í stöðunni. Annaðhvort verð ég að skrifa manneldisráði breta og biðja um að hún verði sett í framleiðslu hér, eða ég verð að skreppa til Íslands að ná í brúsa. Það væri reyndar ágætishugmynd, því íslenska nammið er líka búið. Það væri kannski ráð að einhver af þessum íslensku viðskiptajöfrum sem alltaf er verið að fjalla um hérna setti upp sjoppu í London með íslensku góðgæti. Ég er viss um að það vekti mikla lukku - og þá gæti ég kannski fengið malt og appelsín líka.

1 comment:

Sigga said...

ahh leitt með pítusósuna verst að ég get ekki skroppið með hana til þín um helgina:-)Þú verður að bíða þangað til 1 júní
En nú er ég komin með atvinnutækifæri lífs míns ég opna íslenska sjoppu á lestarstöðvunum með ss pylsur,apollo lakkrís,kókosbollum og öllu þessu íslenska góðgæti:-)Verð með víkingahatt og alles þegar ég afgreiði,þá fer ég nú að meika það:-)
Knús.....