Wednesday, 28 November 2007
Vísindi ... ?
Það er ótrúlegt hvað maður leggur á sig í nafni vísindanna. Ég er búin að sitja núna í tvo tíma og tína lappir af blaðlúsum með töngum. Blaðlýsnar eru innan við 5 mm á lengd og þetta er hrikaleg nákvæmnisvinna, verra en þegar maður var að ná upp lykkjum í saum í gamla daga. Ég minnist þess aldrei að hafa togað lappir eða vængi af skordýrum sem barn og finnst hálfhallærislegt að vera að byrja á þessu núna. Málið er bara að það virðist vera of mikið af aukakvikindum í búknum á dýrunum, svo ég næ ekki hreinu blaðlúsa-erfðaefni þaðan og þess vegna er ég að standa í þessu veseni. En þetta gerir sig ekki sjálft, svo það er eins gott að halda áfram í allavega aðra tvo tíma.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment