Monday, 23 April 2007

Stór strákur og hlífðargleraugu

Jæja, þá er litla barnið mitt að verða fullorðið! Ég fór með hann í klippingu á föstudaginn. Hann var svo stilltur þessi elska, sat alveg grafkyrr í korter á meðan var verið að klippa hann. Nýjasta æðið er að leika sér að bílabraut sem ég keypti handa honum. Hann getur meira að segja sett hana saman. Ég bara trúi varla hvað hann er að verða stór!

Ég fór til tannlæknis í dag, sem er varla í frásögur færandi. Tannlæknirinn ákvað að skipta um fyllingu sem henni fannst vera orðin frekar þreytt. Ég hef alltaf verið mjög tannlæknafælin og leist alls ekki á blikuna þegar hún skellti á mig hlífðargleraugum. Þegar ég spurði til hvers ég þyrfti þau sagði hún að þetta væri "öryggisatriði". Það lá við að ég fengi taugaáfall. Ég sá hana fyrir mér ráðast til atlögu og spóla niður tennurnar eina af annarri og að þetta yrði meiriháttar blóðbað. Betur fór þó en á horfðist og þegar ég leit í spegilinn eftir á voru allar tennurnar til staðar, ég var reyndar með dofna vör og tungu og slefaði smá, en það er ekkert óvanalegt...

2 comments:

Sigga said...

Vá hvað hann er duglegur,annað en í fyrstu klippingunni hér heima:-)
Tannlæknafóbía haha ég sé þetta alveg fyrir mér en gott að þú stóðst þig svona vel smá slef og dofin tunga það er cool:-)
Guðrúnu Sunnu hlakkar svo til að hitta ykkur í júní ég dauðöfunda hana,þetta verður frábært.
knús....

mamma said...

Ég hefði viljað vera fluga á vegg,hjá tannsa,ég sé fyrir mér skelfingarsvipinn á þér.Flott mynd af Óðni við að braska með bílabrautina.knús á ykkur.