Friday, 1 June 2007

Fer í fríið!

Mamma, pabbi og Guðrún Sunna komu í dag og svo fljúgum við öll í fríið á morgun. Ég fékk þennan líka fína harðfisk, hangikjöt, pítusósu og nammi sent frá ömmu. Þetta bíður allt eftir mér þegar við komum tilbaka. Namm.
Óðinn er algjör afastrákur og var með þvílíka sýndarmennsku hérna í kvöld, hoppaði og skoppaði um allt.
Þarf að klára að pakka - reyni að skrifa eitthvað við tækifæri í fríinu, en ef ekki þá verð ég hér að tveim vikum liðnum.

No comments: