Við erum búin að fá lyklana að nýja húsinu og erum byrjuð að flytja dótið okkar yfir. Þar sem húsið er alveg við hliðina á vinnunni, tek ég nokkra kassa með á hverjum degi. Fólkið á rannsóknarstöðinni fer ábyggilega að halda að ég búi í bílnum, einn daginn eru dótapokar í sætunum og næsta dag er sængunum troðið í framsætið... Ég er síðan búin að leigja sendiferðabíl og húsgögnin verða flutt á laugardaginn.
Óðinn er mjög hrifinn af nýja húsinu og sérstaklega stiganum og garðinum. Ég hlakka líka mikið til að flytja.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Til hamingju með nýja húsið ykkar þetta verður nú æðislegt og gaman að geta svo komið og kíkt á ykkur:-)
Það gengur fínt hjá okkur með litla prins en við höfum nú stundum óvart kallað hann Óðinn ekki leiðinlegt það svo segjum við bara Ó NO þetta er sko bara fast við Óðinn :-)
Jæja knús í bili sætu mæðgin
Post a Comment