Þetta er búið að vera hin fínasta helgi, mjög afslappað. Ég skrapp á kránna með vinnufélögunum á föstudagskvöldið eftir vinnu, sem var mjög fínt. Síðan fór ég á The Comedy Store, uppistandsklúbb í London, í gærkvöldi og held ég hafi hlegið stanslaust í tvo klukkutíma. Þetta var alveg frábært og ég er með harðsperrur í hláturvöðvunum í dag.
Nú er ég á fullu að vinna. Ég þarf að skila inn efni á veggspjald fyrir ráðstefnu á morgun. Síðan koma fulltrúar af ráðstefnu bresku konunglegu vísindaakademíunnar um gróðurhúsaáhrif í heimsókn til rannsóknarhópsins míns á miðvikudaginn. Þau koma til með að fara um og kynna sér það sem við erum að gera og ég á meðal annarra að segja þeim frá rannsóknunum mínum. Mjög spennandi!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment