

Ég ákvað við mikil fagnaðarlæti að labba í vinnuna í gær. Óðni fannst þetta alveg frábær hugmynd og vildi ólmur setja upp hattinn og sólgleraugun. Hann hélt síðan uppi stöðugu upplýsingaflæði um það sem markverðast var að sjá þær 40 mínútur sem það tók okkur að komast í vinnuna (fyrir þau ykkar sem ekki vita, þá er leikskóli rekinn á rannsóknarstöðinni). Fararstjórnin hélt síðan áfram alla leiðina heim. Ég hafði aldrei tekið eftir því fyrr hvað það eru margir vörubílar og hjól á ferðinni um bæinn okkar!
Við ætluðum að endurtaka leikinn í dag, en Óðinn svaf yfir sig, svo við urðum að rjúka út og nota bílinn...
Það spáir hitabylgju hjá okkur um helgina, sumarfötin eru komin úr geymslu og planið er að vera úti í garði frá morgni til kvölds! Jibbíí.
3 comments:
oh hvað hann er mikil dúlla algjör töffari:-)vá hvað við söknum hans og auðvitað þín líka:-)
Er ekki bara spurning um að þið komið í helgarferð til íslands þegar ég verð búi að eiga?Annars þurfum við bara að fá pössun fyrir jólin og koma að kaupa jólagjafir við getum nú ekki sleppt því það er fastur liður:-)
Hitabylgja um en æðislegt hér er ekta íslenskt veður rigning og sól til skiptis bara gaman.
Knús til ykkar frá okkur í Birkiholtinu
Hæ hæ
frábært að fá fréttir og sjá myndir af ykkur mæðginunum, var að frétta af blogginu þínu í fermingunni hennar Tinnu áðan... og fór auðvitað beint í tölvuna þegar heim kom - enda ekki hægt að gleyma urlinu, allgjör snilld :-)
Kveðja frá öllum á Háteigsveginum... þokkalega söddum eftir Eyrarbakkaferðina :-)
Jónína.
ps. talandi um fararstjórn þá hélt Kristína uppi samræðum (eða öllu heldur einræðum) við Þorgeir frænda sinn í aftursætinu áðan og þegar frændinn geispaði þá sagði hún "þú verður bara að leggja þig með konunni þinni þegar þú kemur heim"
jamm...
bless aftur
Jo-9
Post a Comment