Óðinn er mikill flugeldaaðdáandi þessa dagana. Það er alltaf brennu- og flugeldahátíð hérna 5. nóvember, til að halda upp á að einhver reyndi að brenna niður þinghúsið fyrir nokkuð mörgum árum. Ég skil ekki alveg afhverju er haldið upp á þetta með brennum, en þeir eru stundum skrítnir bretarnir (og ég ætti kannski að kynna mér söguna líka).
Nema hvað, minn maður er alveg ólmur í flugelda, þ.e.a.s. ef þeir eru í nógu mikilli fjarlægð og leikur flugeldasýningar í gríð og erg, bæði heima og í leikskólanum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment