Saturday, 7 July 2007

Ég fékk bréf í póstinum í dag frá Tesco sem er kannski ekki í frásögur færandi, nema hvað þeir virðast hafa gert smá mistök. Þetta var hluti af markaðsátaki hjá þeim og þar sem ég er með "vildarkort" hjá þeim senda þeir manni öðru hverju auglýsingar eða prufur sem þeir halda að maður hafi gagn og gaman af. Nema hvað, í dag fékk ég glænýja "Gillette Fusion", fimm blaða karlmannsraksköfu með bartskera! Þar sem þeir nota upplýsingar um hvað maður hefur verslað í búðinni til að ákveða hvaða glaðning þeir senda manni veit ég ekki alveg hvernig ég á að taka þessu. Annaðhvort hefur einhver starfsmaðurinn talið að ég væri óeðlilega loðin í framan og ákveðið að setja mig á útsendingarlistann, eða að þeir halda að Óðinn sé svona þroskaður eftir aldri!

... eða kannski eru þeir að benda mér á að ég eigi að fara að gera eitthvað í þessu karlmannsleysi ;o)

4 comments:

Sigga said...

Þetta er alveg brilliant:-)
Það komst upp um þig hvaða karlmann ertu að kaupa fyrir hahaha
Gæti líka verið að einhvar starfsmaðurinn vill ná í þig og þetta hefur honum fundist góð pikk up lína haha,,,,
Jæja nú styttist í tveggja ára afmælið hjá snúllunni en gaman..
Knús til ykkar

Stína said...

Hæ Gia,
Gaman að fá að fylgjast með þér og Óðni á síðunni þinni:)
Til hamingju með munnlega prófið og áframhaldandi starfið.
Vonandi hafið þið það gott þarna úti.

kv. Stína og fjölskylda.

Sigga said...

Hann á afmæli í dag hann á afmæli í dag hann á afmæli hann Óðinn hann á afmæli í dag :-)
Til hamingju með tveggja ára afmælið þitt stóri strákur við söknum þín og vonandi sjáumst við fljótlega knús til þín og mömmu
Afmæliskveðjur Stórfjölskyldan í Birkiholti 2

mamma said...

Hann á afmæli í dag,hann á afmæli í dag,´hann á afmæli hann Óðinn hann á afmæli í dag.Til hamingju með 2ára afmælið þitt. Gott að þú fékkst súkkulaðiköku,þú hefur þá örugglega ekki sagt nei takk.Elskum þig prakkarastrákurinn okkar.

Afi og amma