Tuesday, 22 May 2007
Grænmetis- og ávaxtastríð
Það er magnað hvað Óðinn er þrjóskur. Hann alveg harðneitar að borða grænmeti og ávexti að undanskildum bönunum, sem honum finnst góðir. Ég er búin að prófa allt til að koma grænmeti ofan í hann, hrátt, soðið, maukað í súpur, skera í stóra bita, litla bita, bita sem eru í laginu eins og geimverur, lestar og eða Bubbi byggir. Það er sama saga með ávextina, hef prófað allar gerðir og stærðir. Reyndi að fela bitana í ís og súkkulaðisósu, en hann spýtir öllu útúr sér. Ég prófaði meira að segja ráðið frá henni systur minni að mauka þá og búa til frostpinna, en hann sagði bara "oj - mamma eat it!" á ísl-enskunni sinni. Við erum samt bæði jafn þrjósk, svo ég er ekkert að gefast upp. Þurfti bara aðeins að koma þessari frústrasjón frá mér.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Það er nú ekki langt að sækja þrjóskuna er það ekki öll sandvíkurættin:-)
Magnað samt að hann vilji ekki ávextina maukaða í ís þau voru óð í þetta upp á leikskóla en hann vill alvöru og ekkert að láta plata sig,ég er spennt að sjá hvor er þrjóskari þú eða Óðinn:-)
Kannski vill hann bara eitthvað ísl-enskt eins og kókosbollurnar og namiið sem amma sendi þér hahaha
Knús og kossar til ykkar
já,þetta er tómt vesin,að fá littlu krílin til að borða það sem við viljum láta fara ofaní þau...En Óðni finnst kanski spennandi ef þú ert að borða eitthvað og hann má helst ekki fá líka en stelst til að smakka,Kannski?Hvað veit ég,Knús á ykkur í ávaxtakörfunni.
Post a Comment