Tuesday, 13 November 2007

Nýju fötin Óðins

Það var mikið fjör hjá okkur um helgina. Við fórum í húsdýragarðinn, bökuðum kökur, hjóluðum í rigningunni, keyptum fullt af barnabókum á bókamarkaði og héldum vöfflupartý.


Ein bókin sem við keyptum er um Lólu sem borðar ekki grænmeti og alls ekki tómata. Þetta er nú uppáhaldsbókin hans Óðins, hann er svo hjartanlega sammála Lólu um að grænmeti sé vont - og skilur ekkert í því að hún láti á endanum plata sig til að borða svona ógeð.


Skelli inn mynd sem var tekin um helgina af mínum í nýja 66°Norður gallanum sínum. Ekta íslendingur ;)


1 comment:

mamma said...

Óðinn er ekkert smá flottur í nýju fötunum sínum.Ha ha grænmeti hvað!