Thursday, 29 May 2008

Jarðskjálfti

Ég sá á netinu í dag að það hafi orðið annar Suðurlandsskjálfti. Þó það hafi verið tekið fram að engin stórslys hafi orðið á fólki, þá fannst mér óþægilegt að vera svona langt í burtu, sérstaklega þar sem upptökin voru á mínum heimaslóðum. Ég er búin að heyra í og af fjölskyldunni og veit að þar eru allir heilir. Vona að allir hafi það sem best.

3 comments:

Anonymous said...

Hæhæ
Já þetta var nú meiri skjálftinn.
Við förum til ömmu á morgun og kíkjum svo í sandvík á stöðuna þar.
Knús til ykkar Sigga systir

Anonymous said...

Já jörðin skalf hér á fróni, sem betur fer byggjum við sterk hús sem þola svona átök. Ótrúlegt að enginn skyldi slasast alvarlega, hitt má alltaf bæta. Vonandi vorar vel í Bretlandi vorið er komið hér norðan heiða og ég orðinn rauð á álagsstöðum ;)
Annars bara beðið eftir útskrift og hugsað um ungana sem hafa verið vanræktir síðustu önn
Bestu kveðjur Begga og co

Gia said...

Hæ stelpur. Já, það er naumast að það skelfur hjá ykkur. Vona að þetta verði búið þegar ég kem heim í sumar!!!
Begga - til hamingju með að námslokin!!!