Sunday, 4 May 2008

Enn ein vinnuhelgin...

Jebb, ég er á labbanum þessa helgina. Þetta er meira að segja löng helgi hjá okkur, þar sem 1. maí frídagurinn er færður fram á mánudag. Það gengur aðeins betur en fyrr í vikunni, þegar allt var í uppnámi í vinnunni hjá mér vegna blaðlúsavandamála. Blaðlýsnar eru enn á trjánum, svo ég þurfti að snúa mér að öðru, þangað til það leysist. Nú er ég að vinna í stofnerfðafræði og það er bara mjög spennandi ... allavega á meðan vel gengur.

Óðinn er hjá pabba sínum um helgina, en ég heyrði í honum í síma áðan. Hann var að koma úr afmæli hjá Sam, vini sínum, og ég fékk nákvæmar lýsingar á veislunni og nammipokanum sem hann fékk þegar hann fór heim (hér fá krakkar alltaf lítinn poka með nammi og dóti á leiðinni heim úr afmælum). Nú fer ég að verða stressuð yfir afmælinu hans Óðins! Í þessu afmæli var hoppukastali og allskonar leikir. Það fer að verða spurning um að flytja Siggu systir inn til að redda þessu fyrir mig!!!

1 comment:

Anonymous said...


Gaman að heyra í þér áðan:)
Heyrðu ekki málið að koma og græja eitt afmæli ég get verið með uppistand og leikið trúð farið í leiki og svo endum við í jóga:)
æ kannski borðum við einhverstaðar á milli leikja hehe...
En það verður nú gaman fyrir prinsinn að fá að hafa smá afmælisveislu
Knús til ykkar Kv Sigga sys