
Helgin er búin að vera alveg yndisleg, glampandi sól og steikjandi hiti. Við tókum því rólega í gær mæðginin og áttum langþráðan "fjölskyldudag" þar sem við kíktum í búðina, lékum okkur í garðinum, fórum í göngutúra, út að hjóla og bökuðum krispies kökur fyrir Óðinn. Það er svo gaman að honum, hann þarf að spá í öllu og talar út í eitt.

Í dag hélt ég smá afmælisveislu í tilefni af því að ég verð 29 ára á þriðjudaginn ;-) Ég útbjó íslenskt afmælishlaðborð, með brauðréttum, brauðtertum, ostum og tertum. Emily vinkona mín kom með afmælisköku og útbjó sérstakan afmælisdrykk með mangó og kampavíni. Þetta var mjög skemmtilegt og við eyddum öllum eftirmiðdeginum í garðinum í 25°C og stillu, sögðum brandara, spiluðum fótbolta og frisbí við krakkana og endurnýjuðum sólarvörnina reglulega.

Skál :)
6 comments:
ÆÆÆ vá hvað dagurinn hefur heppnast vel frááábært:)
Gaman að sjá myndir líka og ekki skemmir veðrið fyrir geggjað
Knús til ykkar Sigga sys
Heyrðu úppss og annað þú ert sko EKKI yngri en ég þó þú sért minni hehe ,öö eða bíddu var ég 24 ára??? hehehehe knús
Til hamingju með 29 ára afmælið! Og gaman að sjá hvað þú yngist vel með árunum ;)
Til hamingju með 29 ára afmælið! Þú ert nú orðin töluvert eldri en ég, verð nefnilega 26 ára eftir rúman mánuð :-)
Ammmæliskveðja
Randý (fyrrverandi jafnaldra)
Til hamingju með daginn krúttið okkar,njóttu dagsins
Knús frá okkur Sigga,Mási og grísirnir 3 :)
Greynilega frábær veisla góðar myndir veðrið alveg eins og heima á Fróni,og allra best hvað maður getur yngst upp með börnum og barnabörnum,enda hætt við að fara í sund.Knús mamma.
Post a Comment