Friday, 23 May 2008

Aberdeen

Ég var að koma heim af ráðstefnu í Aberdeen. Ég hafði ekki farið svo norðarlega í Skotlandi áður og mér fannst ég vera komin hálfa leiðina heim til Íslands. Það var mjög kunnuglegt að vakna við mávagarg og köll í tjaldi, finna sjávarloftið, nú og svo var líka kaldara og meira rok alveg eins og heima. Ráðstefnan var mjög fín, það voru 38 fyrirlestrar á einum og hálfum degi, svo ég er vel þreytt núna. Fyrirlesturinn gekk alveg ágætlega, ég fékk nokkrar góðar spurningar og svo voru ágætis umræður um verkefnið mitt seinna.

Borgin var allt í lagi, fallegur granítsteinn í húsunum, en niðri við höfnina var mikið af sjóarakrám og ég er ekki viss um að ég myndi labba þar um eftir myrkur. Ráðstefnuhaldarar fóru með okkur að Dunnottar, mjög fallegum kastala, þar sem við gengum um í um klukkutíma og fórum síðan á veitingastað í sjávarbæ sem heitir Stonehaven.

Þetta var mjög fín ferð og ég hitti mikið af góðu fólki, en ég hlakka líka mikið til að fara og ná í Óðinn í fyrramálið, er búin að sakna hans óendanlega.

2 comments:

Rannveig Magnúsdóttir said...

Hæ Gia, Skotland er geggjað, var í mánuð í feltvinnu alveg nyrst og var svo heppin að komast til Edinborgan í nokkra daga, alveg geggjað :) knúsí Rannveig

Anonymous said...

Heja var að finna síðunna þína aftur og lesa öll bloggin frá páskum ;)
ég er bara að bíða eftir einkunum og vonast til að útskrifast með láði þann 14 júní.
Bestu kveðjur Begga og co