Wednesday, 28 May 2008

Tónlist í rigningu

Ég var í úti á túni að leita að blaðlúsum í dag með spilarann í eyrunum að venju og komst að því að Edith Piaf er flott á svona degi. Það er allt grátt og svona úði sem kemst allstaðar inn undir. Sem betur fer var ég með linsur, því gleraugu virka engan veginn í svona úða. En allavega, þá var Piaf góður félagi í rigningunni.

1 comment:

Anonymous said...

Hér er sól og blíða,var að koma úr labbitúr með Funa,vorum að skoða fuglana.Er svo að fara í vinnuna og baka ca 80 vöfflur handa grislingunum.Knús mamma:-)