Ég var að vinna á standinum okkar á Chelsea Flower Show í dag. Okkar standur er partur af símenntunarhluta sýningarinnar og það var mikið af fólki sem kom og talaði við okkur, bæði um víðitrén og vísindin, svo það var mjög gaman. Það er aðallega áhugafólk um garðrækt sem sækir sýninguna, en fólk kemur allstaðar að úr heiminum. Fólk er orðið mjög meðvitað um græna orku og margir farnir að huga að því að verða sjálfbærir með orku fyrir heimilin.
Svo spillti ekki að standurinn fékk "Gull", sem er hæsta einkun sem dómararnir gefa :)
Kíkið á slóðina hérna: Chelsea Flower Show þar sem er mynd af standinum og á listann yfir verðlaunahafa (við erum undir "Continuous learning").
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hæhæ
Gaman að heyra í þér í gær:)
Frábært með GULLIÐ:)
Nú get ég sagt að systir mín vann gull eða hvað hvernig á ég að monta mig hehe
Knús til ykkar Sigga systir
gaman að skoða myndir af blómasýningunni og Til hamingju með GULLIÐ.Knús mamma
Ohh... ég er svo mikil moldvarpa, greinilega frábær sýning! Er búin að liggja yfir myndunum af görðunum, elska Laurent-Perrier garðinn... ekkert smá flottur! Já og til hamingju með gullið í þínum flokki.
Ef ég ætti ekki svona mikið af börnum (löt) þá væri ég búin með umhverfis- og orkufræði núna og væri farin að láta til mín taka í öðruvísi orkuvinnslu og notkun á umhverfisvænni orku (löt)... en ég á hinsvegar mág sem er að starta metanvinnslu, það er ágætt útaf fyrir sig, fer allt eftir hvernig staðið er að þeirri framleiðslu, ef við erum að tala um hugmyndir Sorpu: urða allt sorp og framleiða metan, þá er ég ekki hrifin, ef notaður er úrgangur sem ekki er hægt að flokka á annan hátt, ókei, þá getur það gengið... rusl er mitt hjartans mál, fátt annað sem ég æsi mig yfir... kv.Randý
Post a Comment