Við Óðinn rekum fiðrildagildru í garðinum þessa vikuna. Þetta er ljósgildra sem fiðrildin (moths) safnast að yfir nóttina og við tökum þau lifandi og setjum í búr. Það stendur yfir svokölluð "smádýravika" í vinnunni, en þá koma skólahópar að hitta vísindamenn/konur og við förum með þau í víðavangsferðir, þar sem við söfnum hryggleysingjum fyrir þau að skoða. Við erum líka með stórt búr sem þau fá að fara inn í og þar eru fiðrildin sem við Óðinn söfnum. Þetta hefur gengið alveg stórvel hjá okkur, Óðinn er mikill veiðimaður. Það varð reyndar smá óhapp fyrsta morguninn, ég var alveg að verða búin að tæma gildruna þegar Óðinn fór að segja mér frá fljúgandi "býflugum" ... hann hafði opnað búrið og hálfur fengurinn hafði sloppið! En hann er mjög passasamur með þetta síðan þá og veit alveg hvernig á að fara að þessu - og þekkir muninn á býflugum og fiðrildum!!!

Hérna er strákurinn mjög stoltur með litla búrið við hliðina á ljósgildrunni.
No comments:
Post a Comment