Ég fékk símtal í gær frá fyrrverandi vinnuveitanda. Hann var að segja mér að skýrsla sem ég skrifaði fyrir um tveimur árum á að koma út á mánudaginn. Ég var alveg búin að gefa upp von með að hún yrði nokkurn tímann birt, svo ég er að sjálfsögðu mjög kát með þetta.
Annars er ekkert merkilegt að gerast þessa helgina. Ég er í vinnunni að undirbúa fyrir Chelsea Flower Show, þar sem grúppan er með stóran stand um víði og "græna orku". Við erum að kynna rannsóknirnar sem við erum að gera og það verða m.a. búr með blaðlúsum til að sýna fólki. Drottningin labbar víst um svæðið á mánudaginn (sýningin opnar fyrir almenningi á þriðjudaginn), og ég vil endilega að kella sjái gæludýrin mín ;)
Það er hópur úr vinnunni að fara á indverskan veitingastað í kvöld, svo ég skelli mér kannski með ... fer eftir hvenær ég klára á labbanum ...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Gaman að fá skýrsluna á prennt.þú verður að geyma eintak handa mér.knús á ykkur Óðinn,mamma
Vá til hamingju með að fá skýrslunna birta heldurðu að hún verði sett inná proquest eða einhvern annan gagnagrunn? Það væri gaman að lesa hana.
Bestu kveðjur Begga mág og co
Post a Comment