Wednesday, 2 April 2008

Myndir



Strákarnir fengu að fara út að hjóla í rigningunni, Harvey, Simon og Óðinn.





Það var mikið fjör að blása í ýlurnar. Mandy með Hönnu litlu, Harvey og Óðinn.



Við hittum farfugla í St. Albans á sunnudaginn. Kelly, Wayne, Auður og Biggi afmælisbarn. Biggi átti afmæli, held hann hafi orðið 23 ára! Er eiginlega alveg viss :)

2 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ...
Ég er ein af þessum sem skoða bloggið þitt og kvitta aldrei... ég veit, algjör dóni!

Annars er ég ennþá bara heimaverandi mamma með skerta heilastarfsemi vegna of langrar fjarveru frá vinnumarkaði og fullorðnu fólki.

Minnsti unginn minn, Viktor Örn er þó orðinn 1 árs og fer að verða viðræðuhæfur, Anna Sigrún er jafngömul Óðni þínum, málóð með afbrigðum...varstu komin með tengdadóttur fyrir drenginn? Ernir minn verður 10 ára 13. júlí og Edda er að verða 18. ára, hún hefur verið í Frakklandi sl. ár og kemur væntanlega heim í sumar... heyri þó á henni að hún er farin að plana næstu langdvöl í útlöndum! Hún er s.s. orðin fullorðin, stelpan.

Þá er ég búin að blogga á blogginu þínu ;-)

Kær kveðja,
Randý

Anonymous said...

Hæhæ
Gaman að sjá að fólk er farið að kvitta alveg nauðsynlegt:)
En gaman hjá þér að hafa alltaf svona gesti við komum bara aftur fljótlega og fyllum húsið af börnum,töskum og pokum haha:)
Knús í bili og Óðinn ekkert smá flottur á hjólinu sínu:)
Sigga sys