Monday, 28 April 2008

Mikill bömmer!

Ég mætti galvösk í vinnuna í morgun, en hefði betur sleppt því. Ég var varla búin að kveikja á tölvunni þegar ég frétti að víðitrén mín í gróðurhúsunum væru orðin loðin af blaðlúsum. Þetta er ekki gott því, a) þetta eru ekki "mínar" blaðlýs, heldur önnur tegund; b) nú get ég ekki notað trén í tilraunirnar, því þetta hefur áhrif á niðurstöðurnar og c) það tekur þrjá/fjóra mánuði að ný tré verði orðin nógu stór til að ég geti byrjað aftur.

Það er allur dagurinn búinn að fara í að reyna að finna lausn á þessu máli. Það þýðir ekkert að gráta Víði bónda alltof lengi (þó mig langaði mest að fara bara að skæla í morgun, var búin að plana stífa tilraunaviku) og það verður að redda þessu einhvernveginn. Það gæti verið komin hlutalausn í málið, svo ég geti haldið áfram, en ég kem samt til með að þurfa að endurtaka tilraunina :(

Helgin var mjög fín. Við Óðinn fórum í heimsókn til Kelly, Daegan og Theo á laugardaginn og komum tilbaka í gær. Það var alveg yndislegt veður á laugardeginum og við eyddum honum í garðinum hjá þeim, tíndum rabbabara í pæ og höfðum það notalegt.

2 comments:

Anonymous said...

NEI! Ég trúi þér ekki! Þú átt alla mína samúð. Gangi þér vel að redda þessu.

Anonymous said...

ÆÆÆ vona að þetta hafi nú allt reddast hjá þér,,,
Allt fínt hér hjá okkur:)
Knús og kremja
Sigga sys