Á sunnudaginn er aftur komið að alþjóðlega deginum þar sem fólk á að koma með eitthvað matarkyns frá sínu heimalandi. Í fyrra reyndi ég að baka kanilsnúða, en þeir misheppnuðust aðeins og voru eins og apalhraun undir tönn, svo ég fór ekki með þá. Ég tók þá í staðinn með mér smá söl og harðfisk, sem vöktu meiri athygli en lukku, svo ég get ekki gert það aftur.
Getur einhver gefið mér uppástungu að einhverju matarkyns sem ég get búið til og farið með. Nota bene, það má ekki vera mjög flókið, þá fer allt í kerfi hjá mér ;)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Þetta þarf ekki að baka og er samt ekki úr pakka
Botn:
1 pakki Hafrakex, rosagott að nota súkkulaðihafrakex
1/3 askja Smjörvi eða eitthvað svoleiðis.... ætti að vera ca.130-140 g
Fylling:
1 askja rjómaostur (400 gr)
½ líter rjómi, þeyttur
4 dl flórsykur
Ofan á:
1 krukka kirsuberjasósa (den Gamle danske) eða einhver önnur uppáhaldssulta eða ávextir eða bara hvað sem þér dettur í hug að setja ofaná!
Smjörvinn bræddur og kexið mulið og hrært saman við. Sett í botninn á skál/formi.
Hræra vel saman rjómaost og flórsykri og þeyta rjómann, honum svo hrært varlega saman við. Hellt yfir kexbotninn. Kælt vel í nokkra tíma.
Yfir þetta hellist svo kirsuberjasósan/sultan. Frábært að gera það bara rétt áður en það á að borða gúmmelaðið.
Getur verið gott að hita sultu aðeins í pott til að það sé auðveldara að setja hana yfir... þarf ekki með berjasósur
Ef þett er þér ekki að skapi á ég fullt af allskonar EKKI BAKA uppskriftum, ég er nefnilega lélegur bakari, nema það sé brauð
Kveðja,
Randý
Úff hvað ég skil þig, ég verð næstum hrædd ef talað er um að allir komi með eitthvað frá sínu heimalandi. Og bakstur hjá mér misheppnast hægri vinstri, m.a.s. einföldustu uppskriftir. Ég er orðin sannfærð um að þetta sé ekki bara mér að kenna heldur sé hráefnið/ofninn öðruvísi en heima!! Og hana nú!!!
Því miður er ég ekki með neinar hugmyndir, læt vita ef mér dettur eitthvað í hug :)
Takk stelpur, ég prófa ostakökuna og kryddbrauð frá mömmu (hef þá allavega ostakökuna ef kryddbrauðið brennur við ;)
Gia
Post a Comment