Við fengum fullt af gestum um helgina. Auður var á landinu og kíkti á föstudagskvöldið. Það var frábært að hitta hana og ég verð að segja að ég sakna þess mikið að hafa þau í St. Albans. En, þau eru ánægð á Íslandinu góða, svo ég er að sjálfsögðu ánægð fyrir þeirra hönd (þó sjálfselskupúkinn segi að það væri nú betra að hafa þau hérna...).
Á laugardaginn komu Mandy og Simon með krakkana frá Manchester. Harvey, strákurinn þeirra, og Óðinn eru góðir félagar og léku sér vel saman, fyrir utan nokkra árekstra þar sem báðir vildu leika með sama dótið. Hannah, litla stelpan þeirra er 5 mánaða og algjört krútt. Hún bara brosti og var glöð, þessi elska. Við eyddum laugardegi og fyrriparti af sunnudegi í að borða, drekka, og borða meira. Það þurfti líka að viðra rokið úr nefinu á strákunum, svo við fórum með þá út á hjólunum. Óðni tókst að detta í stóran poll og var alveg gegnblautur, þetta var mjög flott fall, hann flaug alveg af hjólinu.
Við Óðinn kíktum síðan á kránna að hitta Auði, Bigga, Wayne og Kelly þegar Manchesterfjölskyldan var farin á sunnudaginn. Biggi átti afmæli og fékk þetta líka fína afmælisveður, sól og blíðu! Um kvöldið komu síðan vinnufélagar í heimsókn til að baka með mér köku fyrir góðgerðasöfnun í vinnunni í dag. Mín kaka brann reyndar upp til agna ... ég baka víst bara vandræði, eins og pabbi sagði einhverntíma ;-)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment