Monday, 7 April 2008

Bíóferð

Ég skrapp í bíó í gærkvöldi, sem er kannski ekki í frásögur færandi, nema af því að ég fór í mjög skemmtilegt bíó.

http://www.therexcinema.com/

The Rex er í Berkhamsted og var gert upp fyrir nokkrum árum. Það er alltaf uppselt á sýningarnar hjá þeim, svo við vorum mjög heppnar að fá miða í gær. Aðalatriðið er nefnilega að maður situr í rauðum flauelsklæddum stólum við borð með kertaljósi. Það er bar og hægt að panta sér vín og osta, og það eru þjónar sem koma með þetta til manns. Algjör lúxus. Svona eiga bíó sko að vera! Annars var myndin ekkert spes, Ekki snerta öxina (Ne touches pas la hache), frönsk mynd sem var vægast sagt langdregin og pínu tilgerðarleg. En það gerði ekkert til í svona fallegu umhverfi :)

Takk fyrir commentin, alltaf gaman að heyra frá ykkur. Sendi þér póst við tækifæri Randý - Óðinn minn á líka afmæli 13. júlí.

2 comments:

Anonymous said...

Gaman hjá þér í bíó,rosa upplifun:)
Allt fínt hjá okkur:)
Oh Óðinn er svo flottur í búningnum sínum nú þurfum við bara að kaupa á hann Liverpool galla þá verður Mási glaður:)
Knús til ykkar Sigga sys

Gia said...

Steven vill líka endilega að hann fái íslenskan galla, svo ég þarf að tékka á því þegar við komum heim í sumar ... gx