
Helgin var mjög fín, við vorum með gesti í hádegismat á laugardaginn. Það var vinur hans Óðins úr leikskólanum og foreldrar hans, þau vinna með mér. Við átum ótæpilega af kjúkling og fórum svo í góðan göngutúr og eyddum eftirmiðdeginum í að spjalla og hafa það notalegt. Strákarnir voru mjög glaðir að hittast líka og drógu fram allt dótið hans Óðins til að leika með, það var mjög gaman að fylgjast með þeim.

Óðinn hjálpaði mér líka að baka kryddbrauð fyrir alþjóðlega hlaðborðið í vinnunni. Það tókst bara ágætlega, brann allavega ekki við - og það veit enginn að það var ekki alveg jafn gott og hjá mömmu. Þetta var mikil veisla, við Óðinn smökkuðum á öllu. Honum fannst kúbverskt pastasalat best, en mér baunastappa frá Ghana með steiktum banönum. Namm.

Þetta er annað árið sem ég hef farið á hlaðborðið og ég ætla aftur á næsta ári. Það var mikið rætt um að fólk þyrfti að gefa upp uppskriftir af réttunum, því þeir voru hver öðrum gómsætari.
2 comments:
Óðinn voða duglegur með kremið og þú eflaust verið voða glöð með strákinn grrr:)
Jæja nú fáum við eitthvað nýtt að smakka næst þegar við komum:)Baunastöppu og fleira gott namm....
Knús til ykkar kv Sigga sys
gaman væri að fá uppskrift af kúbönsku pastasallati við tækifæri það hljómar mjög vel.knús mamma
Post a Comment