Jæja, við Óðinn komumst loksins í leikskóla og vinnu í dag, eftir hlaupabólueinangrun. Ég reyndar fékk að skreppa í Imperial College í gær til að halda fyrirlestur, en það telst varla með. Óðinn var mjög stoltur þegar hann sýndi vinunum allar bólurnar sínar. Það kom upp hugmynd um að tengja þær allar með strikum og þá myndi hann líta út eins og kóngulóarvefur... alvöru spiderman.
Ég er nú á fullu að undirbúa munnlega prófið á mánudaginn. Get ekki beðið eftir að klára það. Þau eru fjögur í dómnefndinni, hvert öðru gáfaðra. Þetta verður áhugavert. En það sagði einhver að ég ætti að líta á þetta sem tækifæri til að tala um verkefnið mitt og vinnuna mína endalaust við fólk sem yrði að hlusta á mig - hvort sem þeim langaði til eða ekki ;)
Svo er innan við vika í að Sigga sys og fjölskylda komi. Ég get ekki beðið og Óðinn er spenntur líka, þó hann kunni ekki að telja niður dagana.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment